fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fókus

Skiptar skoðanir á skónum sem Halla forseti klæddist í gær – „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, vakti athygli fyrir góðan smekk strax í kosningabaráttunni þegar hálsklútar urðu hennar einkennismerki og stuðningsfólk hennar fór að tala um hálsklútabyltingu. Mörgum þótti þetta hressandi tilbreyting enda var síðasti forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, helst þekktur fyrir höfuðfatið buff sem seint mun sjást á tískupöllum.

Halla fundaði í gær með formönnum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi og vöktu þá skór hennar athygli. Rithöfundurinn Margrét Tryggvadóttir birti mynd af skónum á Facebook og sagði: „Skítt með hálsklútana, hún Halla er í fullkomlega geggjuðum skóm!“

Skórnir umræddu eru frá vörumerki Chie Mihara, hönnuður sem er þekktur fyrir bóhemskan og litríkan stíl, sem og fyrir að leggja mikla áherslu á þægindi. Skórnir kosta á fullu verði 52 þúsund krónur en eru nú á tilboði á 42 þúsund.

Fylgjendur Margrétar tóku flestir undir með henni, að skórnir væru æðislegir. En ekki voru þó allir sammála. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson sagði sem dæmi: „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm, fyrirgefðu!“. Blaðamaðurinn og gagnrýnandinn Páll Baldvinsson var þó ekki lengi að benda Illuga á að hann verði seint kallaður tískusérfræðingur: „Seint verður nú litið á þig sem einhvern spámann í klæðaburði Illugi minn. Alla vega ekki miðað við útganginn á þér síðan hvítu fötin leið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband
Fókus
Í gær

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Modern Family-stjarna veitir sjaldséða innsýn í einkalífið eftir að hafa yfirgefið Hollywood

Modern Family-stjarna veitir sjaldséða innsýn í einkalífið eftir að hafa yfirgefið Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Embla Wigum gengin út – Sýndi þeim heppna landið

Embla Wigum gengin út – Sýndi þeim heppna landið