fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Ég rankaði við mér rétt hjá Hvalfjarðargöngunum, þar var ég labbandi á móti umferð klukkan þrjú um nóttina“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 11:59

Bjarki Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götustrákurinn Bjarki Viðarsson segir ótrúlegt að fá að upplifa venjulegt líf. Þegar hann var yngri bjóst hann aldrei við því að hann myndi fá að upplifa drauminn um að eignast fjölskyldu og lifa heilbrigðu lífi. Hann var djúpt sokkinn í kókaín- og klámfíkn á þrítugsaldri og sá enga leið út. En það var ljós við enda ganganna og er Bjarki í dag edrú fjölskyldufaðir og heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Götustrákar ásamt Aroni Mími Gylfasyni.

Bjarki var gestur í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Bjarki skaust fram á sjónarsviðið fyrir einu og hálfu ári síðan þegar fyrsti þáttur Götustráka kom út. Síðan þá hefur hann nýtt vettvanginn sem opinber persóna til að tala um erfiða hluti, hluti sem margir þora ekki að tala um, jafnvel ekki við sína nánustu.  Það virðist vera miklu meira tabú og stigma í kringum klámfíkn heldur en áfengis- og eiturlyfjafíkn.

„Þetta er alveg skömmustulegt dæmi, að þurfa að vera þarna, einn með sjálfum þér á meðan vinir þínir eru á djamminu og fara heim með gellum, þá ert þú einn inni í herbergi. Þetta er einmanaleg og sorgleg staða,“ segir hann.

Bjarki segir klámáhorfið hafa fylgt kókaínfíkninni.

„Ég veit ekki hvort ég myndi titla mig sem klámfíkil en þegar ég var á kókaíni þá var þetta mitt dæmi, þarna hvarf ég, þarna hætti hausinn á mér að spinna, þarna hætti ég að ofhugsa hlutina. Ég var fastur í einhverju zone-i,“ segir hann.

Sjá einnig: Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

„Klám í gangi á öllum skjám“

Það eru vísbendingar um að meðalaldur barna sem horfir á klám færist sífellt neðar og neðar. „Ég var örugglega 8-9 ára þegar ég sá fyrst klám,“ segir Bjarki.

Með árunum og auknu aðgengi breyttist klámáhorf hans, en hann segir að tímarnir hafi líka verið öðruvísi þá.

„Ég var mikið í Counter Strike þegar ég var yngri og mætti kannski á Lan-mót með 500 sveittum nördum og á þessum tíma var klám í gangi á öllum skjám. Ég var ellefu ára að fara að spila Counter Strike og það var bara klám á einhverjum skjá […] Tímarnir voru öðruvísi, ef maður myndi sjá þetta í dag væri þetta áreiti.“

Bjarki Viðarsson. Mynd/DV

Vaknaði hjá Hvalfjarðargöngunum

Hvernig leið þér eftir klámáhorf?

„Skelfilega. Þá kikkaði þetta vel inn, bara: „Hey, gaur, hvað ertu að gera við líf þitt. Er þetta sem þú vilt vera? Moka í þig kókaíni, skulda margar milljónir og horfa á klám.“ En svo liðu þrír dagar og það var búið að snjóa yfir. Ég var með enga lausn í lífi mínu þarna, ég vissi ekki neitt,“ segir Bjarki.

„Heilinn minn er bara geðsjúkur. Ef alkóhólismi er krónískur sjúkdómur, þá get ég haldið honum niðri með andlegri vinnu. Ef ég stunda hana ekki verð ég geðveikur í hausnum. Þá byrjar þvottavél að rúlla, endalaust af hugsunum og vondum hugmyndum, en þegar ég er í prógramminu þá slökknar á þessu. En kókaín og klám slökkti á þessu á þessum tíma, en svo sveik það mig. Kókaín var hætt að virka á mig eins og það gerði. Síðustu skiptin sem ég notaði var ég í geðrofi. Ég rankaði við mér rétt hjá Hvalfjarðargöngunum, þar var ég labbandi á móti umferð klukkan þrjú um nóttina að vona að vörubíll myndi keyra yfir mig.“

Bjarki fer yfir hvernig kvöldið byrjaði. „Ég var nýbúinn að vera á Hótel Grand, keypti fíkniefni fyrir einhvern 400-500 þúsund kall, þetta átti bara að vera síðasta djammið,“ segir hann. Hann segist hafa rankað við sér þegar ökumaður vörubíls stöðvaði hann. „Ég fór út í kant og fór ekki aftur út á götuna. Ég var skíthræddur,“ segir hann.

Lífið var feluleikur

Bjarki hélt þessum hluta af lífi sínu leyndu í mörg ár. Hann var orðinn góður að halda uppi leikriti en undir lokin var það orðið erfiðara og erfiðara.

„Líf mitt var einn stór feluleikur, alltaf. Ég þorði ekki að opna herbergið hjá mér því ég var hræddur um að mamma myndi spyrja mig að einhverju sem ég gæti ekki svarað, því ég var hræddur um að hún myndi fatta að ég væri í neyslu, að ég skuldaði pening, að það væri Motus-bréf á leiðinni. Ég var skíthræddur að eiga samtöl við annað fólk,“ segir hann.

Það var orðið erfitt að fela sig á bak við grímuna. „Á bak við grímuna voru þrír dópsalar að leita að mér og Motus-bréf að koma inn um lúguna. Ég man ekki hvað það voru margir mánuðir þar sem ég vaknaði um sex, sjö á morgnanna til að tjékka hvort það væri Motus-bréf komið svo ég gæti hent því undir rúm. Og mamma og pabbi, bara allt gott að frétta, hann borgar sína reikninga. En svo kom að því, það kom sprengja.“

Fannst meðvitundarlaus

„Síðasta sprenging var þremur dögum fyrir edrúdaginn minn. Bróðir minn fékk sent mynband af mér. Ég var yfir einni verslun, vann þar einn, og fannst meðvitundarlaus á gólfinu. Viðskiptavinur kom inn og sá mig, tók myndband af mér og sendi bróður mínum. Þá fattaði hann þetta,“ segir Bjarki.

Á þessum tíma hélt fjölskylda Bjarka að hann væri edrú, en honum hafði tekist að verða edrú í smá tíma en féll og hélt því leyndu í hálft ár og kom sér í miklar skuldir.

„Ég var búinn að þykjast vera edrú þarna í sex mánuði og skuldaði átta milljónir,“ segir hann.

Sjá einnig: Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“

Fjölskyldan hans tók hann á tal og bróðir hans sagði við foreldra hans: „Það verður annað hvort að henda honum á götuna eða hann fer í meðferð.“

Bjarka fannst hann illa svikinn. „Ég hugsaði: „Gaur, að þú skulir koma svona fram við mig, bróður þinn.“ Hann sagði: „Ég myndi fela lík í eyðimörkinni með þér en ég mun aldrei fela neysluna þína.“ Því hann vissi hvaða áhrif neysla hefur á alla í kringum þig,“ segir Bjarki.

„Eins og þegar það eru jól og áramót, þá eru kannski tuttugu manns sem geta ekki haldið gleðileg jól því ég er í neyslu. Þetta hefur ekki bara áhrif á mig, þetta er ekki bara ég og mitt líf og mín efni. Þetta er fjölskyldusjúkdómur og hefur áhrif á alla í kringum mann. Ég skil ekki hvernig mamma og pabbi standa eftir það sem ég hef gert þeim. Það er ótrúlegt. Ef ég var á vökunni þá var mamma á vökunni, pabbi andvaka og allt svona. Maður vanvirti heimilið, tilfinningalíf þeirra, öryggi og allt þetta og ég mun eyða því sem eftir er ævinnar að bæta upp fyrir það.“

Aðspurður um hvernig gangi segir Bjarki brosandi að það gangi mjög vel, hann sé í dag edrú og hamingjusamur fjölskyldufaðir.

Horfðu á þáttinn með Bjarka í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Bjarka á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Hide picture