fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 11:30

Laufey hefur notað TikTok vel til að auka sýnileika sinn og afla aðdáenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska tónlistarkonan Laufey var valinn á meðal 50 helstu áhrifavaldanna af blaðinu The Hollywood Reporter. Blaðið valdi þá sem hefðu mest áhrif á samfélagsmiðlum.

Í blaðinu segir að það hafi verið nógu mikið afrek fyrir Laufey að vinna Grammy verðlaun, en að hún hafi sigrað tónlistarmenn eins og Bruce Springsteen sýni vel hversu mikið hún er dáð af aðdáendum sínum.

„Platan Bewitched festi hana í sessi sem alvöru „boss.“ Aldrei í sögunni hefur djassplata fengið svo margar hlustanir á Spotify og það hjálpaði við að fylla tónleikastaði um allan heim. Meðal annars fræga staði á borð við Hollywood Bowl og Radio City Music Hall,“ segir í greininni.

Sjá einnig:

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Segir að velgengni Laufeyjar megi að nokkru leyti þakka hvernig hún hafi notað TikTok strax í byrjun ferils síns.

Á meðal annarra sem komust á listann voru Adam Faze, Brittany Broski, Camila Coelho, Charli D´Amelio, Hannah Berner og Heidi Wong.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“