fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 12:30

Gene Simmons sem áður var bassaleikarinn í rokksveitinni KISS. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gene Simmons, sem var áður bassaleikari rokkhljómsveitarinnar KISS, sér ekki eftir neinu varðandi ummæli sín í þættinum Dancing With the Stars. Hafa sumir netverjar á samfélagsmiðlum sagt ummæli hans í þættinum vera „perraleg.“

Um er að ræða þátt þar sem keppendur dönsuðu við þekkt hármetal lög hljómsveita á borð við Bon Jovi, Warrant og Twisted Sister. Sem gestadómari talaði Simmons mikið um útlit keppenda frekar en danshæfileika.

Meðal annars sagði hann: „Danny, ég er að segja þér það. Þú stendur við hliðina á einum af fallegustu konum á plánetunni.“

Hafa ber í huga að talsmáti sem þessi er ekkert nýtt hjá Gene Simmons, sem ásamt söngvaranum Paul Stanley, hafa meðal annars gortað sig af því hafa sofið hjá þúsundum kvenna. Má segja að kvensemi sé hluti af ímynd KISS.

Sjá einnig:

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Þetta virðist hins vegar hafa verið nýtt fyrir áhorfendum Dancing With the Stars. „Athugasemdir Gene Simmons um dömurnar minnir mann á ógeðslegan frænda sem reynir að tala við mann á ættarmóti,“ var sagt á samfélagsmiðlum.

Þessi „stormur“ virðist hins vegar ekki hafa haft mikil áhrif á Gene Simmons, sem leiðir nú sitt eigið sólóband eftir að KISS hættu á síðasta ári. Í samtali við breska blaðið The Daily Mail sagðist hann ekki sjá eftir neinu.

„Allir fjölmiðlar eru smellubeitur,“ sagði Simmons. „Ég stend við hvert orð sem ég sagði. Þetta var mjög gaman. Keppendurnir voru frábærir. Þátturinn var frábær. Horfið á þáttinn. Þetta var mjög gaman. En fjölmiðlarnir? Allir hafa eitthvað að segja. Horfið á þáttinn. Þetta var mjög gaman. Allir skemmtu sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði