fbpx
Sunnudagur 03.nóvember 2024
Fókus

Flakkar á milli Íslands og Bandaríkjanna en gerir alltaf þetta á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2024 13:26

Lydia Kerr. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn og hönnunarstjórinn Lydia Kerr flutti til Íslands í ágúst í fyrra ásamt eiginmanni sínum, Collin Kerr.

Lydia hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á TikTok að fylgjast með ævintýrinu og deilir einnig ýmsum fróðleik um landið og öðru áhugaverðu sem hún hefur lært.

Lydia flakkar á milli Íslands og Colorado í Bandaríkjunum en segir að það sé eitt sem hún gerir alltaf á Íslandi, að fara í klippingu.

Bæði hún og Collin passa sig á því að panta alltaf tíma í klippingu þegar þau eru á Íslandi.

Frábært hárgreiðslufólk á Íslandi

Lydia var að svara fylgjanda sem sagði: „Það fyrsta sem ég geri alltaf þegar ég fer til Íslands er að fara í klippingu. Og venjulega fæ ég að heyra frá hárgreiðslukonunni: „Hver klippti eiginlega þig síðast? Hún fór illa með hárið þitt!“

Lydia tók undir með netverjanum og sagði að Ísland væri með magnað hárgreiðslufólk.

@lydkerr Replying to @Spicy-Viking ♬ original sound – Lydia

Hún segir að hún hafi fyrst verið smeyk um að finna góða hárgreiðslukonu þegar hún flutti til Íslands.

„Síðan komum við til Íslands og ég hef fengið bestu klippingar ævi minnar á Íslandi. Sama með Collin,“ segir hún.

Hún segir að hún hafi farið á hárgreiðslustofuna Rauðhetta og úlfurinn og að Collin hafi farið á Barber Shop Genti. Báðar stofurnar eru í Reykjavík.

„Við elskum bæði hárgreiðslufólkið okkar á Íslandi. Svo mikið að við pössuðum að eiga tíma í klippingu á Íslandi þegar við vorum að flakka fram og til baka frá Colarado,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljóstraði loksins upp nöfnum yngstu barnanna

Ljóstraði loksins upp nöfnum yngstu barnanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“

Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál