fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fókus

Hver er dularfulla barnsmóðir Al Pacino? Skrautlega stefnumótasaga hennar og gömlu frægu mennirnir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 12:29

Noor Alfallah. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kærasta Al Pacino, Noor Alfallah, sást yfirgefa hótel með grínistanum Bill Maher. Hún er 30 ára og hann er 68 ára.

Leikarinn Al Pacino, 84 ára, og Noor Alfallah, 30 ára, hættu saman fyrir ári síðan. Þau eru sögð enn vera ágætir vinir en Alfallah er með fullt forræði yfir syni þeirra, Roman, sem er rúmlega eins árs.

Það sást til þeirra „læðast“ út af Chateau Marmont hótelinu í Los Angeles um helgina. Samvera Alfallah og Maher hefur vakið mikla athygli og upp margar spurningar. Eins og, er ástin í loftinu?

Það er mikill aldursmunur á parinu en ekki alveg eins mikill og er venjulega í samböndum hennar. Hún hefur átt í nokkrum samböndum við eldri þekkta karlmenn.

Al Pacino, 81 grabs dinner with Mick Jagger's ex Noor Alfallah, 28
Mynd/Instagram

2017

Þegar hún var 23 ára var hún í sambandi með tónlistarmanninum Mick Jagger, hann var þá 74 ára.

Noor Alfallah og Nicolas Berggruen. Mynd/Instagram

2018

Ári síðar er hún sögð hafa verið í sambandi með milljarðamæringnum Nicolas Berggruen, 60 ára.

2019

Árið 2019 er Alfallah talin hafa átt í stuttu sambandi með Clint Eastwood, hún var þá 25 ára og hann 89 ára.

Noor Alfallah með Al Pacino. Mynd/Instagram

Alfallah starfar sem kvikmyndaframleiðandi og er sögð hafa byrjað að slá sér upp með Pacino árið 2022 en þau héldu sambandinu að mestu úr sviðsljósinu.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Noor (@nooralfallah)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna