fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Fókus

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:30

Myndin er samsett og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi hunds á höfuðborgarsvæðinu hefur verið sektaður um 230 þúsund krónur fyrir að aflífa veikan hund sinn sjálfur. Viðkomandi keyrið með hundinn í sveitina og skaut hann en slíkt brýtur gegn lögum þar sem dýralæknum einum er heimilt að aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum.

Mál þetta hefur vakið töluverða eftirtekt í meðal hundaeigenda, Hundasamfélagsins á Facebook. Þar hafa meðlimir undanfarinn sólarhring rökrætt hvort að sektin hafi verið réttmæt eða ekki. Sumir telja að aflífun með byssuskoti sé jafnvel betri dauðdagi en aflífun hjá dýralækni og hafi þetta lengi tíðkast í sveitum.

„Ein kúla í hausinn er sársaukalaus dauðdagi samt. Það slokknar á öllum taugaboðum um leið og kúlan fer inn í heilann. Ég veit um einn sem gerði þetta líka og hann elskaði hundinn sinn en vildi gera þetta sjálfur,“ skrifar einn hundaeigandi.

Ekki allir taka undir með honum. „Hærri sekt og burt með byssuleyfið til frambúðar,“ segir einn og annar tekur undir: „Hann mætti þess vegna fá fangelsisdóm“.

Má ekkert lengur?

Margir benda á að í sveitinni þá hafi lengi tíðkast að bændur skjóti veika hunda. Jafnvel er skiptast bændur á að aflífa hunda hvers annars ef þeim þykir of erfitt að gera slíkt sjálfir. Dæmi um ummæli:

„Ekkert meira að því að skjóta hund en gæs“

„Þetta þurfti maður að gera í sveitinni, tala nú ekki um ef dýr urðu fyrir bílum. Nútímafólk skilur því miður ekki allt“

„Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

„Ég myndi alltaf gera þetta sjálfur, treysti engum öðrum til að gera þetta þannig að hundurinn viti aldrei af því. Er þetta erfitt? Já auðvitað er það drulluerfitt en huggun í því að vita að þetta gat ekki gerst hraðar eða á öruggari máta án alls stress eða nokkurs sársauka“

„Eitt helgarkvöld í sveitinni. Við hjónin að horfa á sjónvarpið. Þá er bankað harkalega. Áttu byssu? Já. Geturðu komið strax, ég keyrði á hund. Átti ég að segja: hringdu á dýralækni eftir helgi. Nei fór strax að skjóta hundinn. Mjög illa farinn. Ég þekkti þann hund vel frá næsta bæ. Bóndinn þakkaði fyrir skjót viðbrögð. Slæmur endi á góðu kvöldi, en ill nauðsyn.“

„Ekki gæti ég skotið hundinn minn en ég  held fyrir hundinn þá sé þetta dauðdagi sem er betri en að svæfa. Hundar eru ekki heimskir, þeir finna sorgina hjá eigendum langt áður en þeir eru svæfðir.“

„Ég skil eigandann vel. Fáránlegt að sekta hann“

Þá bentu þó aðrir á að lögin séu lögin, alveg sama hvað fólki finnst um þau. Þar fyrir utan hafi komið fram að viðkomandi maður býr á höfuðborgarsvæðinu, þó hann hafi farið með hundinn í sveitina til að aflífa hann. Þar með eigi gamlir siðir úr sveitinni ekki við um mál þetta. Eins hafi hvergi komið fram hvernig viðkomandi fékk staðfest að aflífa þyrfti hundinn, eða hvað amaði yfirhöfuð að honum.

„Ég held að þetta hafi bara verið hundaeigandi sem vildi spara pening“

Ekki alltaf kvalalaust hjá dýralækni

Einn meðlimur deildi erfiðri lífsreynslu. Hún þurfti að láta aflífa tvo hundabræður sem báðir voru komnir með alvarlegt krabbamein. Hún fékk dýralækni í verkið og segist aldrei ætla að gera það aftur.

„Dauðastríðið tók annan hundinn 15 mínútur. Hann pissaði á sig og kúkaði líka á sig af þjáningum og ég gat ekkert gert til að stöðva þennan gjörning en það var verra með hinn. Það tók rúmlega 30 mínútur hjá honum að deyja, sama hjá honum, nema hann veinaði af sársauka á meðan eitrið var að kvelja hann til dauða og bara við að skrifa þetta þá kemur upp aftur skömmin hjá mér að hafa ekki bara farið með þá til vinar míns og beðið hann um að gera þetta á fljótlegan hátt og skjóta þá. Þvílíkt stress og hræðsla sem þeir upplifðu á lokastundinni var hræðileg. Ég lét svæfa þá því ég hélt að ég væri að gera þeim þetta auðveldara en síður en svo.“

Enn aðrir bentu á að kostnaðurinn við aflífun hjá dýralækni geti  hlaupið rétt undir 100 þúsund krónur. Ekki allir hafi tök á slíkum kostnaði.

„Hvernig er það í lagi að skilda fólk til þess að fara til dýralæknis ef það hefur getu og vill gera þetta sjálft af virðingu fyrir dýrinu sínu. Þetta er ekkert annað en skrifræði af verstu sort. Enda ekki við öðru að búast hjá jafn handónýtri stofnum og MAST. Það skildu nú ekki hafa verið dýralæknar sem komu að því að setja þessar reglur. Til þess að maka krókinn hjá kollegum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir leiðir dótturina upp að altarinu – Gleymdi einu mikilvægu atriði

Faðir leiðir dótturina upp að altarinu – Gleymdi einu mikilvægu atriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlín bar sigur úr býtum á Ítalíu

Hlín bar sigur úr býtum á Ítalíu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu