fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Fókus

Kristbjörg segist loksins vera komin með svör um framtíðina – „Við stóðum á krossgötum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 09:58

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og athafnakonan Kristbjörg Jónasdóttir segist loksins vera komin með svör um framtíðina.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni.

Fjölskyldan hefur búið í Katar frá árinu 2019 þegar Aron Einar byrjaði að spila með liðinu Al Arabi. Samningur hans rann út í byrjun sumars og var um tíma óvíst hvað væri næst á dagskrá hjá þeim. Hún opnaði sig um óvissuna í pistli á Instagram í júní.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig – „Ef ég á að vera hreinskilin þá mislíkar mér óvissan“

„Það hafa margir spurt mig hvað sé fram undan hjá okkur. Hvort við ætlum að vera áfram í Katar, flytja aftur til Íslands eða flytja til annars lands og svo framvegis. Stutta svarið er: Ég hef ekki hugmynd,“ sagði hún.

Kristbjörg sagði að hún ætti erfitt með að vera í óvissu. „Ég er ekki hrifin af því að geta ekki planað fram í tímann, að vita ekki hvort ég sé að koma aftur til Katar eftir sumarið til að kveðja vini okkar, pakka húsinu og flytja, eða ekki. En svona er þetta og við þurfum bara að synda með straumnum.“

Kristbjörg og Aron. Mynd/Getty

Framtíðin ráðin

Eftir margra mánaða óvissu er loksins komin niðurstaða. Einkaþjálfarinn sagði frá þessu í nýjum pistli á samfélagsmiðlum.

„Við vitum loksins hvað framtíðin ber í skauti sér, eða í bili allavega. Til að gera langa sögu stutta þá fórum við aftur til Katar fyrir nokkrum dögum til að pakka saman og flytja til Íslands (eða svo héldum við). Á lokametrunum endaði Aron með því að skrifa undir samning við Al Gharaffa til að spila í meistaradeild Asíu.

Við vorum miður okkar þegar við héldum að tíma okkar í Katar væri lokið. Við virkilega elskum að vera þarna og okkur fannst við ekki tilbúin að fara. Þetta hefur verið heimili okkar í fimm ár.“

Mynd: Instagram/@krisjfitness

Erfið bið

Kristbjörg segir að það hafi verið erfitt að bíða og sjá hvernig allt myndi þróast.

„Af því að Aron var meiddur í svo langan tíma […] þá var erfitt fyrir okkur að plana framtíðina; það var eiginlega ekki undir okkur komið. Við bókstaflega þurftum að bíða og sjá hvað myndi gerast,“ segir hún.

„Við stóðum á krossgötum, við vissum ekki hvar við myndum búa, um vinnuna mína og við vissum ekki í hvaða skóla við myndum skrá drengina. Sem mér fannst vera erfiðast fyrir strákana, ég trúi að stöðugleiki sé lykillinn. Strákarnir byrjuðu í skóla á Íslandi og þurftu að aðlagast mörgu. Ég get ekki lýst því hversu stolt ég er af þeim.“

Kristbjörg segist vera spennt fyrir framtíðinni. „Við erum mjög ánægð að fá að verja meiri tíma „heima“ í Katar og við erum spennt fyrir næsta kafla hérna fyrir Aron og feril hans,“ segir hún.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Ísland þess virði?

Er Ísland þess virði?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ný negla frá Sveindísi Jane