fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fókus

Karlar lýsa reynslunni af Tinder – „Oftast er þetta eins og að draga tennur að tala við þessar stelpur“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. október 2024 12:30

Körlum gengur misvel að fá match og læk á Tinder.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er stefnumótaappið Tinder ekki fyrir eldri karla? Og ekki fyrir ófríða og lágvaxna? Heilmiklar umræður hafa spunnist um reynslu karla af þessu vinsæla forriti og ekki lýsa allir góðri reynslu af því.

„Ég er búinn að vera á Tinder í nokkra mánuði og það er ekkert smá erfitt fyrir mig að fá likes og match undanfarið. Þannig að ég var að pæla hvernig þetta væri fyrir aðra stráka sem hafa notað appið. Er ég bara ekki nógu vel útlítandi eða er þetta algengt fyrir flesta?“ spyr karlmaður á samfélagsmiðlinum Reddit. Hafa um þessa færslu spunnist heilmiklar umræður, og ekki eru allir ánægðir.

Gott að vera hávaxinn

Eru margir sammála því að útlit skipti mjög miklu máli þegar kemur að árangri á Tinder.

„Samkeppnin er erfið fyrir stráka og þú ert dæmdur nánast eingöngu á útliti í öppunum,“ segir einn. „Samt ekkert hopeless en ég myndi ekki beint einbeita mér að Tinder, held það mun bara skemma egóið.“

Annar nefnir að hæðin hafi hjálpað honum. „Ég er frekar hávaxinn þannig að ég fæ einhver like á það,“ segir einn hávaxinn. En reynslan er samt ekki góð. „En oftast er þetta eins og að draga tennur að tala við þessar stelpur.“

Undir þetta tekur annar hávaxinn maður. Segist vera 201 sentimetri að hæð og árangurinn á appinu hafi tvöfaldast þegar hann setti hæðina inn í lýsinguna á sér.

„Er örugglega að fá tvöfalt fleiri matches en áður en ég setti inn hæðina mína,“ segir sá hávaxni.

Einn netverji nefnir að um 20 prósent karlmanna á Tinder fái 80 prósent af öllum lækum. Það er þeir fríðustu. „Það eitt er nóg til þess að meðaljón getur liðið eins og Quasimodo inn á Tinder,“ segir hann. En Quasimodo er hinn afmyndaði kroppinbakur í sögunni um Hringjarann frá Notre Dame.

Samskiptin jafn mikilvæg og útlitið

Ein kona nefnir að það þýði ekkert að „detta í blús á Tinder“ heldur gera eitthvað til þess að laga hlutina. Til dæmis að fá vin eða vinkonu til þess að gefa sitt álit á prófílnum, hvernig myndirnar komi út og hvernig gæðum þær eru í. „Held að dass af einlægni og smá ráðgjöf gæti hjálpað,“ segir hún.

En þetta snúist ekki aðeins um útlitið, samskiptin skipti líka máli. Sér í lagi fyrstu skilaboðin sem eru send. „Það er turn off fyrir mig ef strákur skrifar „hæ skvís hvað segist ;)?“ Stelpur sem vilja sambönd nenna ekki players. Þannig frekar sýna áhuga og vera persónulegri.. en samt ekki of mikið og ekki virka desperate heldur,“ segir hún.

Erfitt fyrir eldri karla

Einn maður nefnir að aldurinn spili stóra rullu. Þetta gangi betur hjá yngri mönnum.

„Gallinn við Tinder/Grindr (og önnur álíka öpp og síður hér), ef þú ert í eldri kantinum og að leita að öðrum á svipuðum stað í lífinu, þá er fátt að finna.. hellingur af ungum þarna, en lítið af eldri,“ segir hann.

Eldri konum gangi líka betur en eldri körlum á stefnumótasíðunum.

„Spurði eina 50+ konu á Einkamál hvað hún var búin að fá margar heimsóknir á prófílinn hennar: um 100 þús á 15 mánuðum,“ segir einn eldri maður. „Ég sem 50+ kk er bara með um 8500 á tæpum 3 árum, og það fór að koma fleiri innlit eftir að ég setti inn mynd, um 1000 á mánuði.“

Hætta að svara

En það er ekki nóg að læka og matcha á appinu. Síðan þarf að hittast í raunheimum. Það getur reynst jafn erfitt og að finna einhvern á stefnumótappinu. Einn karl sem notar Smitten segir mjög erfitt að tala við sumar stelpur í dag.

„Finnst ég vera svolítið alltaf að halda samræðunum gangandi og reyni oftast að láta á eitthvað bar date eða kaffi eða whatever kemur í hugann á þeim tíma. Meina finnst ég vera bara frekar eðlilegur að byrja á því að spjalla og hittast svo kannski í kaffi eða bjór eða jafnvel eitthvað stutt activity date rsum,“ segir hann. „En svo er bara ghostað og/eða svarað seint og illa, jafnvel þó svo þær biðji um snap og líka biðji um IG, hef jafnvel lent í því að stelpa byrjar að spjalla og svo bara feitt ghost bara algjörlega út í loftið.“

Annar tekur undir þetta. „Ég var einmitt að fá match núna á Smitten og lenti í sama mál og þú. Þær sýnast ekki hafa neinn áhuga til að byrja með og oftast bara hætta að svara eftir svona 3 skilaboð,“ segir einn lágvaxinn. „Og ég get því miður ekki notað hæðina mína til að fá match þar sem ég er aðeins 175 cm.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru fórnirnar fimm sem ég færði til að léttast um 70 kíló

Þetta eru fórnirnar fimm sem ég færði til að léttast um 70 kíló
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa mætt í „freak-off“ kynlífspartý hjá Diddy – „Þetta var ruglað“

Segist hafa mætt í „freak-off“ kynlífspartý hjá Diddy – „Þetta var ruglað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101