fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Fjárkúgunarmálið súrasta reynslan – „Fékk þessa æfingu að vera útskúfað úr samfélaginu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 12:30

Helgi Jean Claessen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Súrasta reynsla sem ég hef lent í og eitthvað sem sveið alveg rosalega og virðist alveg óskiljanleg á þeim tíma sem maður gengur í gegnum hana,“

segir Helgi Jean Claessen þáttastjórnandi, rithöfundur og lífstílsþjálfari um fjárkúgunarmálið fyrir tæpum áratug síðan. Tvær konur tóku sig þá saman og fjárkúguðu hann fyrir upplogna nauðgun gegn annarri þeirra.

Helgi segist í viðtali í Spjallinu við Frosta Logason hafa upplifað algjört myrkur og ráðaleysi á þessum tíma, en á endanum hafi málið fengið hann til að þroska og vaxa.

„Ég átti dómsskjölin sem voru 800 blaðsíður af atvikslýsingum og ég var búinn að skrifa lýsingu á þessari sögu og ætlaði að senda hana á fjölmiðla þremur árum síðar, þegar allur hiti var farinn úr þessu. Það bjó lengi í mér réttlætingarsaga, hvernig ég þyrfti að koma henni frá og á endanum dó ég þeirri sögu og ég brenndi málsskjölin. Þetta mál er búið. Enn það sem situr eftir er að ég fékk að upplifa þarna þessa fullkomnu æfingu í að vera útskúfað. Ekki að einhver hafi útskúfað mér, Ég upplifði aldrei að þurfa að hætta rekstri eða breyta um starf. Í rauninni var þetta allt mín megin, málið var það vel varið að það kom aldrei til þess að ég þyrfti að sanna eitthvað. En það sem gerðist við þetta er að ég fékk þessa æfingu að vera útskúfað úr samfélaginu. Þjáningin meikar yfirleitt aldrei séns á meðan maður gengur í gegnum hana.

Helgi segist hafa upplifað þessa útskúfun líka meðan málið var ekki opinbert. „Það er haldið yfir höfðinu á þér hótun um að þú missir fyrirtækið, missir mannorðið, missir allt, það er tilfinningin, Og er reynsla sem maður myndi óska engum.“

Hann segir samt skrítið að á sama tíma var líf hans á góðum stað. „Ég var að vaxa og að koma sjálfum mér út í heiminn. Það er eins og þegar lífið sér að þú ert tilbúinn þá setur það verkefni á þig sem það telur þig höndla.“

Steig fram eftir að forsætisráðherra var líka beittur fjárkúgun

Helgi greindi sjálfur frá fjárkúgunni á hendur honum eftir að sömu konur reyndu einnig að fjárkúga þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Málið varð að stóru fjölmiðlamáli og endaði með lögreglurannsókn og á endanum dómi yfir konunum tveimur.

„Það var allt í mér sem þráði að fara fram, eftir að maður hefur verið beittur svona óréttlæti. Ég held þær hafi látið mig borga 700 þúsund kall, sem var heilmikill peningur, í svörtu. Og ég lét þær skrifa undir kvittun, sem þótti mikill húmor á þessum tíma, að skrifa undir kvittun fyrir fjárkúgun. Sem síðan fannst þegar var gerð leit á heimili þeirra eftir Sigmundarmálið.“

Aðspurður um hvort hann hafi velt fyrir sér hvaðan þessi illska komi að geta gert öðrum slíkt segir Helgi:

„Ef ég ætlaði að bera kala með mér eftir þetta þá væri það mín eigin kulnun. Ég er búinn að vinna mikið með það að það er sært fólk sem særir fólk. Það er enginn í réttu viti sem langar til að særa aðra. Og það er nauð og það er erfiðleikar.“

Aðspurður segir hann aðra systurna hafa haft samband við hann og beðið hann afsökunar. „Hún var búin að sýna eftirsjá, en svo enda þær í steininum.“

Hann segir það hafa verið mikla reynslu að fara í gegnum það að sitja í dómssal í slíku máli.

„Stóri lærdómurinn fyrir mig er hvernig ég var að leita að nánd og ást. Ég var að reyna að sanna mig fyrir stelpum, sanna mig með því að vera náinn einhverjum stelpum, leita í kynlíf og annað og ég sá hvað er hættulegt að leita eftir sátt við sjálfan sig í gegnum kynlíf ef það er ekki raunveruleg tenging.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir