fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Eiginkona Magnúsar er með krabbamein – Fann í byrjun fyrir sektarkennd að gera hluti sem konan gat ekki

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 15:30

Magnús Viðar Heimisson Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í byrjun ferlisins fann maður fyrir ákveðinni sektarkennd yfir að vera að leyfa sér hluti sem konan gat ekki. Fara út að hlaupa sem hún elskar, fara í golf sem hún elskar. Svona basic hluti sem maður gerir, en er erfiðara þegar maður er ekki með kraftinn eða þróttinn eða annað slíkt. En með tímanum finnur maður að þetta er mikilvægt fyrir mann sjálfan til að díla við allt sem er í gangi,“

segir Magnús Viðar Heimisson, en eiginkona hans er með krabbamein. Hún er ekki fyrsti fjölskyldumeðlimur þeirra sem glímt hefur við þann vágest, því móðir Magnúsar, tengdafaðir hans, auk góðrar vinkonu þeirra hjóna, hafa öll fengið krabbamein.

Magnús telur hlutverk aðstandanda krabbameinsveikra bæði krefjandi og mikilvægt, að vera til staðar og oft á tíðum vitirðu ekki hvað þú eigir að gera.

„Einn daginn þarftu að vera tengiliður við fjölskyldu og vini, koma skilaboðum áleiðis um hvernig gengur og hvað er í gangi. Annan daginn þarftu að vera í þögninni, vera koddinn sem er hægt að kúra sig upp að og vera til staðar. Hinn daginn þarftu að vera jákvæða týpan sem getur tekið heimilisstörfin og leyft þeim sem er að ganga í gegnum veikindin að vera í sínu.“

Magnús segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

Mikilvægt að hlúa að sjálfum sér

Magnúsi segir það mikilvægt að hlúa að sér og finna að maður hjálpar ekki mikið ef maður er sjálfur á vondum stað. Fólk þurfi að finna ró og leita sér aðstoðar. Fyrir hann persónulega hefur Krabbameinsfélagið komið sterkt þar inn.

„Ég hef leitað til ráðgjafa Krabbameinsfélagsins og við hjónin höfum hitt Lóu sem við köllum bara vinkonu okkar, hana Lóu. Við höfum farið í spjall til hennar, fengið að fara í Jóga Nidra tíma sem hefur hjálpað okkur báðum mikið með ákveðna öndun og til að slaka á í kvíðaástandi. Ná að anda og ná utan um tilfinningar og annað slíkt.“

Virkar best að vera opinskár

Magnús segir að það virki best fyrir hann sjálfan að tala opinskátt um veikindi konu sinnar og vera ekki í neinum feluleik.

„Það sem ég hef gert mest fyrir mig sjálfan og þarf til að díla við þetta er að tala opinskátt um hlutina, vera ekki í einhverjum feluleik og leyfa fólki að tala við mig og spyrja. Mikið af fólki í kringum okkur, fjölskylda og vinir, er umhugað um stöðuna og hvernig gengur. Maður bara leyfir því fólki að nálgast sig og lætur það vita að það er allt í lagi að spyrja.“

„Þetta hefur kennt manni líka það um krabbamein, að það er ekki alltaf dauðadómur, alveg klárlega ekki. Það er ótrúlega flott starf unnið á mörgum stöðum sem gerir það að verkum að það er hægt að horfa fram á veginn, sjá að það þarf bara að fara í gegnum þetta verkefni sem gefur manni ákveðna von. Klárlega bara kennt manni það að vera meira í núinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár