fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Al Pacino rifjar upp óhugnanlega reynslu í nýrri ævisögu sinni

Fókus
Mánudaginn 7. október 2024 08:33

Al Pacino. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Al Pacino má teljast heppinn að hafa komist lífs af eftir að hafa veikst heiftarlega af COVID-19 í faraldrinum sem reið yfir heimsbyggðina fyrir nokkrum árum.

Leikarinn, sem er orðinn 84 ára, veikist áður en bóluefni urðu almenn og var honum um tíma vart hugað líf. Hann fjallar um þetta í nýrri ævisögu sinni, Sonny Boy, sem er væntanleg í verslanir í næstu viku.

Pacino veikist illa og hélt heilsu hans áfram að hraka uns hann missti að líkindum meðvitund. Segir hann að aðstoðarmaður hans hafi hringt eftir aðstoð þegar hjúkrunarfræðingur sem annaðist hann fann ekki púls á honum.

Þegar hann rankaði við sér voru sex sjúkraflutningamenn í forstofunni heima hjá honum og sjúkrabílar fyrir utan. „Tveir læknar voru síðan í geimfarabúningum. Ég leit í kringum mig og spurði hvað væri eiginlega í gangi.“

Pacino segir að allir hefðu talið að hann væri látinn eða við dauðans dyr að minnsta kosti. Í viðtali um nýju bókina við New York Times segist hann þó ekki hafa séð hvítt ljós eða eitthvað slíkt eins og sumir sem eru við dauðans dyr segjast hafa séð. Hann segir að reynslan hafi þó fengið hann til að endurmeta lífið og tilgang þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi