Leikarinn, sem er orðinn 84 ára, veikist áður en bóluefni urðu almenn og var honum um tíma vart hugað líf. Hann fjallar um þetta í nýrri ævisögu sinni, Sonny Boy, sem er væntanleg í verslanir í næstu viku.
Pacino veikist illa og hélt heilsu hans áfram að hraka uns hann missti að líkindum meðvitund. Segir hann að aðstoðarmaður hans hafi hringt eftir aðstoð þegar hjúkrunarfræðingur sem annaðist hann fann ekki púls á honum.
Þegar hann rankaði við sér voru sex sjúkraflutningamenn í forstofunni heima hjá honum og sjúkrabílar fyrir utan. „Tveir læknar voru síðan í geimfarabúningum. Ég leit í kringum mig og spurði hvað væri eiginlega í gangi.“
Pacino segir að allir hefðu talið að hann væri látinn eða við dauðans dyr að minnsta kosti. Í viðtali um nýju bókina við New York Times segist hann þó ekki hafa séð hvítt ljós eða eitthvað slíkt eins og sumir sem eru við dauðans dyr segjast hafa séð. Hann segir að reynslan hafi þó fengið hann til að endurmeta lífið og tilgang þess.