fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Getur þú leyst þessa þraut sem er ætluð sex ára börnum?

Fókus
Laugardaginn 5. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir foreldrar kannast eflaust við þá tilfinningu að standa á gati þegar kemur að því að hjálpa börnum sínum við að leysa verkefni sem við fyrstu sýn virðast tiltölulega einföld.

Á samfélagsmiðlinum Reddit kennir ýmissa grasa og í gær birtist þar færsla sem vakið hefur talsverða athygli.

Í færslunni segist málshefjandi aka skólarútu og hann eigi það til að leyfa börnunum að leysa þrautir í tímaritum sem hann hefur aðgang að. Venjulega gangi þetta vel hjá börnunum en í einni þraut á dögunum hafi börnin átt að finna ákveðna hluti á meðfylgjandi mynd, til dæmis kórónu, tunglið, poppkorn og hjarta svo eitthvað sé nefnt.

Segir hann að börnin hafi leitað og leitað en ekki fundið hjartað á myndinni. Hann hafi líka reynt en ekki fundið hjartað þó hann hafi lagst yfir myndina og grandskoðað hana.

Biðlaði hann til netverja um aðstoð og voru þeir ekki lengi að finna hjartað.

Meðfylgjandi þraut er ætluð sex ára börnum og spyrjum við lesendur hvort þeir geti fundið hjartað á myndinni. Svarið má finna ef þú skrollar aðeins niður síðuna.

Hjartað er í þakinu fyrir ofan grænu sælgætisvélina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr í dag á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr í dag á götunni
Fókus
Í gær

Eminem opinberar gleðifréttir í fallegu myndbandi

Eminem opinberar gleðifréttir í fallegu myndbandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið