Á samfélagsmiðlinum Reddit kennir ýmissa grasa og í gær birtist þar færsla sem vakið hefur talsverða athygli.
Í færslunni segist málshefjandi aka skólarútu og hann eigi það til að leyfa börnunum að leysa þrautir í tímaritum sem hann hefur aðgang að. Venjulega gangi þetta vel hjá börnunum en í einni þraut á dögunum hafi börnin átt að finna ákveðna hluti á meðfylgjandi mynd, til dæmis kórónu, tunglið, poppkorn og hjarta svo eitthvað sé nefnt.
Segir hann að börnin hafi leitað og leitað en ekki fundið hjartað á myndinni. Hann hafi líka reynt en ekki fundið hjartað þó hann hafi lagst yfir myndina og grandskoðað hana.
Biðlaði hann til netverja um aðstoð og voru þeir ekki lengi að finna hjartað.
Meðfylgjandi þraut er ætluð sex ára börnum og spyrjum við lesendur hvort þeir geti fundið hjartað á myndinni. Svarið má finna ef þú skrollar aðeins niður síðuna.
–
–
–
–
–
–
–
–
–
–
–
Hjartað er í þakinu fyrir ofan grænu sælgætisvélina.