Hann greindi frá gleðifregnunum í nýju tónlistarmyndbandi sem hann gaf út í gær. Myndbandið er fyrir lag hans „Temporary.“
Í því má sjá dóttur hans, Hailie Mathers, rétta honum íþróttatreyju þar sem er búið að skrifa orðið „grandpa“ með stórum stöfum aftan á. Virkilega fallegt augnablik á milli feðginanna.
Sjáðu það hér að neðan.
Hailie giftist eiginmanni sínum, Evan McClintock, í maí síðastliðnum.