fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 09:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joann Kelly, dóttir tónlistarmannsins og kynferðisbrotamannsins R. Kelly, ræðir um æskuna í nýrri heimildarmynd, R. Kelly’s Karma: A Daughter’s Journey, sem kemur út þann 11. október næstkomandi.

R. Kelly var dæmdur árið 2022 til 30 ára fangelsisvistar fyrir að misnota fjölda ungra kvenna til áratuga. Ellefu af þolendunum hans báru vitni um það ofbeldi sem hann hafði beitt þær, jafnt kynferðislegu, líkamlegu og andlegu.

„Hann var allur heimurinn minn í langan tíma,“ segir Joann í stiklu fyrir heimildarmyndina.

„Ég vildi ekki trúa því að þetta hafi gerst. Ég vissi ekki einu sinni að hann væri slæm manneskja, að hann myndi gera mér eitthvað. Mér líður eins og þessi millisekúnda hafi gjörsamlega breytt lífi mínu,“ sagði hún.

Samkvæmt TVEI mun Joann „segja mjög hugrökk frá hræðilegu leyndarmáli sem eyðilagði æsku hennar.“

Árið 2019 kallaði Joann föður sinn skrímsli eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisbrot.

„Ég bið fyrir öllum þeim fjölskyldum og þeim konum sem hafa lent í klóm föður míns. Sama skrímslið og þið bendlið við mig er faðir minn. Ég er vel meðvituð um hver hann er,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“