Bresku vinirnir Alfie Watts og Owen Woods heimsóttu Reykjavík fyrir stuttu. Félagarnir, sem eru tvítugir, urðu landsþekktir í Bretlandi eftir að hafa sigrað í raunveruleikaþáttunum Race Across The World á BBC fyrr á þessu ári.
Mættir hingað til höfuðborgarinnar ákváðu þeir að reyna að afsanna þá staðhæfingu að allt væri fokdýrt á Íslandi, með því að keppa sín á milli og finna ódýrustu máltíðina í miðbænum. Skilyrði var að finna tveggja rétta máltíð á sem lægsta verðinu og margaritu-pítsur og ódýr „take away“-matur voru á bannlista. Rúsínan í pylsuendanum var síðan að sá sem endaði með hærri reikning fyrir máltíðina þurfti einnig að greiða ódýrari máltíðina.
Við tók langt fram á milli veitingastaða í miðbænum að skoða verð á matseðlum.
Í myndbandi sem Watts deilir á TikTok segir hann að meðalverð á máltíð hér sé 30 pund (um 5.300 kr.) Wood fékk sér Smassborgara-máltíð og ostastangir og borgaði 5.000 kr. (27,5 pund).
Watts fékk sér karrírétt á tælenskum veitingastað og svindlaði svo aðeins að eigin sögn og keypti sér ís í ísbúð sem eftirrétt. Samanlagt kostaði það hann 3.290 kr. (18,83 pund). Stóð því Watts uppi sem sigurvegari.
@alfiewattss ALFIE VS OWEN IN ICELAND! #fyp #travel #budgettravel #viral #raceacrosstheworld ♬ original sound – Alfie✈️🗺️
Félagarnir voru fimm daga hér á landi og byrjuðu á að skoða Skógafoss. Fyrstu kvöldmáltíðina fengu þeir sér á Skál og þó að þeim þætti maturinn góður, þá fannst þeim skammtarnir ekki stórir og maturinn dýr. Woods var alls ekki hrifinn: „Það er enginn hér sem þekkir okkur þannig að ég segi bara, stingum af frá reikningnum.“
@alfiewattss the boys are so back @Owen Wood #fyp #travel #iceland #raceacrosstheworld ♬ original sound – Alfie✈️🗺️