fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 11:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs var þekktur fyrir að halda villt og tryllt partý sem voru vinsæl hjá stjörnunum. Meðal þeirra sem mættu voru Jay-Z, Lil‘ Kim, Leonardo DiCaprio, Kardashian-systurnar, Beyoncé, Ashton Kutcher og margar fleiri.

Diddy er sem stendur í gæsluvarðhaldi sakaður um að kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hingað til hafa 12 konur stigið fram og sakað hann um brot gegn sér en Diddy er eins sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga. Hann tók svo myndbönd af orgíunum og jafnvel notað til að kúga fólk. Meðal annars halda saksóknarar því fram að hann hafi gengið svo nærri kynlífsverkafólkinu og gestum í kynsvallinu að fólk þurfti að fá næringu í æð eftir fíkniefnaneyslu, vökvatap og örmögnun.

Donna Karan, Tommy Lee Jones, Mariah Carey and Sean "Diddy" Combs in September 2007
Donna Karan, Tommy Lee, Mariah Carey og Sean „Diddy“ Combs í september 2007. Mynd/Getty Images

Nú velta aðdáendur fyrir sér: Tóku frægu gestirnir þátt í ofbeldinu? Horfðu þeir upp á það? Vissu þeir um það? Eða voru þeir farnir áður en eitthvað gerðist?

Samkvæmt Us Weekly var ákveðið merki sem sagði fólki að partýið væri að fara úr böndunum og tími kominn til að fara heim fyrir þau sem vildu ekki taka þátt.

„Það sem gerðist fyrir klukkan tvö um nóttina var ekkert miðað við það sem gerðist klukkan fimm,“ sagði heimildarmaður, sem sagðist sjálfur hafa verið gestur í partýi hjá Diddy.

„Þessi partý voru þekkt fyrir að vera villt, það gat allt gerst.“

Fólk fór þegar fötin fóru

Samkvæmt öðrum heimildarmanni – sem segist hafa séð um að redda gestum í hvítu partý Diddy frá 2006 til 2011 – þá fóru margir stjörnugestir snemma heim áður en allt fór úr böndunum.

„Stelpur byrjuðu að fækka fötum, það var merkið fyrir fólk að fara,“ sagði hann.

Paris Hilton and Kim Kardashian with Sean Combs at one of his White Parties
Paris Hilton og Kim Kardashian. Mynd/Getty Images

Heimildarmaðurinn sagði að á þeim tíma hafi fíkniefni verið dregin fram.

„Kynlífsverkakonur [voru þarna og] gerðu allt sem þú vildir,“ sagði þriðji heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Hvíta partý Diddy var vinsælt meðal stjarnanna – Smáatriði í gömlu myndbandi vekur óhug

„Freak-offs“

Diddy er sagður hafa kallað kynlífspartýin sín „freak offs.“ Hann er sagður hafa borgað flug undir vændiskonur frá öllum heimshornum til að taka þátt í kynsvallsveislum sem stundum stóðu yfir í nokkra daga. Diddy er sagður hafa skipulagt þessar veislur og stýrt þeim og meðal annars „stundað sjálfsfróun“ á meðan á þeim stóð. Á sama tíma er hann sagður hafa útvegað þessum konum fíkniefni á borð við ketamín og MDMA og efni sem kallast BHB sem á meðal annars að auka úthald.

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina