fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

Fókus
Miðvikudaginn 2. október 2024 09:51

Ólafur Aron Sveinsson Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Aron Sveinsson, markþjálfi og nuddari segir augljóst að í jarðvegi íslensks samfélags séu að vaxa hlutir sem við viljum ekki næra frekar. Ólafur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir nýlegan atburð á Menningarnótt hafa verið ískalda tusku framan í andlitið á okkur öllum. Það séu í gangi umbreytingar í samfélaginu sem krefji okkur öll til að líta inn á við og gera betur:

,,Við erum að horfa á mjög mikinn hristing í samfélaginu okkar og undirliggjandi tölur sem sýna mikla vanlíðan, erfiðleika og aftengingu. Það er kúnst að finna jafnvægið á milli þess að veita þessum hlutum athygli, án þess að sogast of mikið inn í þá. Að horfa fyrst of fremst á sjálfan sig og hvernig maður geti tekið ábyrgð á sjálfum sér, en á sama tíma að stinga ekki höfðinu í sandinn gagnvart ljótum hlutum bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Á endanum er leiðin til þess að stunda sjálfsvinnu og jafnvægisstilla taugakerfið, þannig að maður geti gert gagn fyrir aðra og samfélagið sitt. Fyrir mig persónulega er algjört lykilatriði að ná jafnvægi í taugakerfið og finna tengingu við sjálfan mig,” segir Ólafur Aron, sem segir líka mikilvægt að horfa til þess að Íslendingar séu sameiginlega að vinna úr áföllum fyrri kynslóða og erfiðum lífsskilyrðum:

,,Það er ekki langt síðan við bjuggum við þannig aðstæður að tækifæri til að vera í einhvers konar úrvinnslu á tilfinningum voru nánast engin. Við verðum að muna að þaðan erum við að koma og það tekur tíma fyrir okkur að þroskast út úr þeim hörðu lífsskilyrðum sem við komum frá. Birtingarmyndin er stundum þessi skautun eða pólarisering sem við horfum upp á og í því er oft öll mennska farin úr umræðunni. Við og hinir og hinir eru slæmt fólk, án þess að við setjum okkur í þeirra spor.”

Ísköld tuska

Í þættinum ræða Sölvi og Ólafur Aron um nýlega atburði á Íslandi sem hafa hrist samfélagið og hvernig hægt sé að nota þessa atburði til þess að læra og gera betur:

,,Mín viðbrögð við þessum atburði á Menningarnótt var að þetta var ekki bara köld, heldur ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur. Þetta gerist á mennningarnótt í höfuðborginni okkar. Við erum að horfa á kynslóðirnar sem eru að koma upp á eftir okkar kynslóð og verðum að spyrja okkur hvernig er samfélagið okkar að mótast. Ég á sjálfur dóttur á svipuðum aldri og stúlkan sem dó og maður hefur fylgst með henni fara í gegnum skólakerfið og séð hvernig skilyrði fyrir krakka á þessum aldri til að blómstra og stíga inn í kraftinn sinn eru oft takmörkuð.

Við getum gert margt miklu betur þegar kemur að menntakerfinu, uppeldi og því hvernig samfélagið almennt er að taka á móti unga fólkinu okkar. Þessi atburður hreyfir við öllu því sem maður hefur hugsað bæði um börnin sín og líka það sem maður upplifði sjálfur í sinni barnæsku og unglingsárum. Eftir að hafa lesið skrif frá foreldrum þessarrar stelpu hugsar maður fyrst og fremst hvort þessi atburður geti orðið til þess að bjarga mannslífum. Og það hvort við getum notað þennan atburð til að skoða hvert við erum að fara sem samfélag. Auðvitað vill maður ekki alhæfa neitt, en tilfinningin er að það sé einhver aftenging í samfélaginu okkar sem við verðum að horfast í augu við og vinna í að laga.”

Allir steyptir í sama mót

Ólafur Aron hefur mikið velt fyrir sér hugtakinu menningu og hvernig við höfum tilhneingingu til að fara í ákveðinn ,,mono-kúltur”, þar sem allir eru steyptir í sama mót:

,,Það mætti líta á menningu eða kúltúr sem einhvers konar jarðveg og spurningin er hvað er að vaxa í jarðveginum? Það er eitthvað að grassera í jarðvegnum okkar sem við verðum að skoða og takast á við. Það er í mínum huga frekar augljóst að við erum ekki með frjóan opinn jarðveg til heilbrigðrar skilyrða til vaxtar eins og staðan er núna. Inni í þannig aðstæðum fara hlutir að vaxa sem við getum öll verið sammála um að við viljum ekki. Mannlegar þarfir okkar eru ekki að fá það brautargengi sem þær þurfa í þeim aðstæðum sem við höfum búið til í þessum mónó-kúltúr.

Þegar við förum dýpra í að skoða slæma og neikvæða hegðun sjáum við að hún kemur yfirleitt frá ótta og vanmætti. Spurningin er hvort það sé ekki hægt að tjá vanmáttinn með öðrum hætti. Ég vil sjá okkur komast á þann stað að horfa á ofbeldishegðun sem birtingarmynd á vanmætti og komast þannig lengra en að horfa bara á yfirborðið. Með því að dýpka okkur á þann hátt eigum við möguleika á að byrja að koma í veg fyrir að þessi hegðun eigi sér yfir höfuð stað. Ef við erum bara föst í að tala um vont fólk munum við bara endurtaka hlutina aftur og aftur,” segir Ólafur, sem vill meina að fyrsta skrefið sé að stíga skref inn í tengingu:

,,Mín tilfinning er sú að lausnirnar þurfi ekki að vera svo flóknar. Fyrsta skrefið er að horfa aftur til ákveðinna grunnþátta sem við erum komin langt út fyrir og farin að fara á mis við. Eins og til dæmis bara tenging við náttúruna með reglulegum hætti. Lausnirnar liggja meira í einfaldleikanum en við höldum. Þar náum við að tengja okkur aftur og þegar aftengingin byrjar að minnka fara alls konar góðir hlutir að gerast. Við eigum alla möguleika á að þroskast saman og komast upp á næsta stig sem samfélag.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Ólaf og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda