fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2024 10:09

Sunneva Einarsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og hlaðvarpsdrottningin Sunneva Einarsdóttir er byrjuð í ferli að láta fjarlægja tattú sem hún er með á innanverðum hægri ökkla.

Hún greindi frá því á Instagram í gær. „Er með tattoo sem mig hefur lengi langað að fjarlægja, er loksins að byrja meðferðina núna,“ segir hún og birtir mynd af fætinum, en ekki tattúinu sjálfu.

Sunneva fór nánar út í málið á TikTok. „Mig hefur langað að láta eyða þessu tattúi í mörg ár. Ég fékk mér þetta tattú þegar ég var tvítug og hef séð eftir því síðan þá. Ég er alveg með mörg tattú en þetta er eina tattúið sem mig langar að hverfi. Þetta var kúl á þeim tíma en svo í dag hef ég komist að því að þetta hefur allt aðra þýðingu en ég hélt,“ segir hún.

Skjáskot/Instagram

„Ég elska ananas, og ég fékk mér ananas tattú þegar ég var 20 ára því ég elska ananas,“ segir hún og hlær.

„Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur en ég labbaði inn á einhverja tattústofu í London og lét tattúa þetta á mig og þetta er hræðilega ljótt og á ljótum stað líka. Ef þið vitið hvað ananas þýðir í öðrum merkingum þá er þetta smá slæmt. En já, ég veit ekki hvort ég eigi að fara nánar út í það.“

Ananas er  eins konar alþjóðlegt merki þeirra sem eru í swinger-senunni og er notað til að gefa öðrum í svipuðum hugleiðingum skilaboð um að þú sért sama sinnis.

@sunnevaeinarsHefur einhver prufað að láta eyða tattooinu sínu?? Viljiði updates? | sp♬ original sound – Sunneva Einars

Sunneva er með nokkur tattú víðsvegar um líkamann. Hún er með dreka á bakinu, texta á mjöðminni og nokkur lítil á handleggjunum.

@sunnevaeinars Replying to @Þ-eva

Sjá einnig: Sunneva Einars móðgaði fólk en svo var það misskilningur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“