fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug

Fókus
Miðvikudaginn 2. október 2024 12:30

Michael Schumacher

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að þýski ökuþórinn Michael Schumacher lenti í hörmulegu skíðaslysi þann 29. desember 2013 hefur heimsbyggðin frétt lítið sem ekkert af honum.

Schumacher var haldið sofandi í fleiri mánuði eftir slysið og hafa einu upplýsingarnar um heilsu hans komið í véfréttarstíl frá hans allra nánustu. Engar myndir hafa birst af honum og hann hefur ekki sést opinberlega frá slysinu. Þá hefur verið fullyrt að aðeins örfáar manneskjur, eiginkona hans þar á meðal, hafi aðgang að honum og geti umgengist hann.

Þetta kann þó að vera að breytast ef marka má umfjöllun sem birtist á vef Mail Online í gær.

Schumacher nefnilega sagður hafa sést opinberlega í fyrsta sinn frá slysinu þegar hann var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar um liðna helgi. Hin 27 ára Gina Schumacher gekk þá í hjónaband með sínum heittelskaða, Iain Bethke, í glæsivillu Schumacher-fjölskyldunnar á Mallorca.

Í umfjölluninni kemur fram að stórfjölskyldan og vinir hjónanna hafi verið viðstaddir brúðkaupið. Samkvæmt heimildum var þó passað upp á friðhelgi fjölskyldunnar því gestum var gert að skilja símana sína eftir svo engar myndir lækju út. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem Michael Schumacher sést á opinberum vettvangi, eða því sem næst, frá slysinu 2013.

Talið er að Michael Schumacher dvelji að mestu með eiginkonu sinni á Mallorca og á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“