fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fókus
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Giftir karlmenn eru graðastir og ef þinn lætur sig venjulega hverfa á fimmtudögum þá er hann örugglega að sofa hjá mér. Það er dagurinn sem eiginmenn koma oftast til okkar.“

Þetta kemur fram í pistli frá konu, sem kemur fram nafnlaust, sem vinnur á svokallaðri „nuddstofu“ í Bretlandi.

Vinnudagurinn hennar byrjar á því að sitja og spjalla við samstarfskonurnar. „Við drekkum te og skiptumst á sögum um börnin okkar. En það er eitthvað sem er ekki alveg venjulegt, við erum hálf naktar og erum á biðstofu nuddstofu. Á næstu mínútunni mun einhver gaur koma hingað inn og velja eina okkar til að fara upp með honum. Og það verður ekki til þess að fá nudd, heldur kynlíf.“

Konan er með eigið herbergi í þriggja hæða húsi á götu í hverfi í Blackpool.

„Herbergið er hreint, með dýnu og plastlaki, sturtu sem ég hvet mennina til að nota og rúmið er síðan þrifið eftir hvern viðskiptavin. Ég er meira að segja með ljósaseríu hangandi í herberginu og ilmkerti,“ segir hún.

„Ég vinn þegar börnin eru í skólanum eða þegar það er pabba helgi, sem er önnur hver helgi.“

Koma í öllum stærðum og gerðum

„Áður en ég byrjaði að vinna hjá nuddstofunni þá hélt ég alltaf að konurnar væru allar grannar, ungar og fallegar og mögulega að nota launin í að kaupa sér fíkniefni. En ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Við komum í öllum stærðum og gerðum, frá því að vera þykkar með línur í að vera tágrannar. Ég er 167 cm á hæð, smágerð og í stærð 12, þriggja barna móðir.

Elsta konan sem ég vinn með er á sextugsaldri, hún hefur starfað við þetta í rúmlega tuttugu ár. Sú yngsta er nýskriðin á þrítugsaldurinn.

Við erum venjulegar konur. Við erum flestar mæður og erum bara að reyna að ná endum saman.

Ég skammast mín ekki fyrir starfið og ef það væri ekki fyrir börnin mín, sem eru á aldursbilinu ellefu til sautján ára, myndi ég segja öllum að ég sé kynlífsverkakona, en það er ennþá svo mikið stigma í kringum þetta þannig ég hef kosið að halda þessu leyndu og aðeins sagt mínum nánustu vinkonum.

Það er svolítið fyndið að hinar mömmurnar í skólanum halda að ég sé heimavinnandi húsmóðir. Venjulega þegar við stöndum fyrir utan skólann, að bíða eftir börnunum, þá er ég nýkomin af vakt eftir að hafa stundað kynlíf með fullt af ókunnugum karlmönnum.“

Mynd/Getty Images

Konan hefur starfað við þetta í sex ár og þénar allt að 270 þúsund krónur á viku.

„Auðvitað er þetta ekki draumastarfið mitt en ég gæti ekki þénað þessa upphæð í öðru starfi. Ég hef reynt alls konar, að vinna á bar eða við þrif, en það borgar ekki það sama.“

Viðskiptavinirnir skiptast í tvo hópa

Konan segir að hvernig karlmenn leiti til þeirra fari eftir hvaða dagur vikunnar það er.

„Þeir skiptast í tvo hópa. Yfir daginn, frá mánudegi til fimmtudags, koma yfirleitt eldri karlmenn og fastakúnnar, þeir eru flestir giftir.

Frá fimmtudegi til sunnudags koma yngri viðskiptavinir. Strákar sem eru að skemmta sér eða að steggja, espa hvorn annan upp.“

Pistillinn var birtur á The Sun og má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi