fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fókus

Opinberar leyndarmálið á bak við 40 ára samband

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Goldie Hawn segir að heilbrigð líkamleg tenging sé leyndarmálið á bak við 40 ára samband hennar og leikarans Kurt Russell.

„Þið verðið að stunda gott kynlíf,“ sagði hún við E! News á galakvöldi henni til heiðurs síðastliðinn föstudag þar sem haldið var upp á 20 ára afmæli samtaka hennar, Goldie Hawn Foundation, og MindUP.

Hawn sagði kynlíf dýpka sambönd. „Vegna þess að kynlíf er eitthvað sem tengir ykkur saman og skapar meiri nánd,“ sagði Hawn og fullyrti að fólk sem á í heilbrigðum kynferðislegum samböndum endist venjulega miklu lengur saman.

Hawn ítrekaði þó samfarirnar einar og sér séu ekki lausnin, heldur nándin og hlýjan sem fylgir, eða ætti að fylgja í heilbrigðum samböndum.

 „Þið verðið að vera góð við hvert annað einstaka sinnum,“ sagði hún og hló, og bætti við að bara það að líka vel við hvort annað geti verið rúsínan í pylsuendanum.

Hawn bendir á að pör séu ekki alltaf sammála og slíkt sé sko bara í góðu lagi.

„Þú veist að þið eruð ekki sama manneskjan. Fólk hugsar ekki alltaf eins. Og þú verður að sætta þig við það, en þú verður að meta; eruð við að skemmta okkur eða er þetta eitthvað sem við viljum gera? Höfum við hlegið saman? Deilum við ákveðnum hlutum? Þú þarft ekki að deila öllu.“

Og Hawn gaf þeim sem eru að leita að ástinni ráð: Að sleppa óraunhæfum hugmyndum um hvernig samband eigi að vera. 

„Við höfum miklar væntingar, held ég, í sambandi við sambönd, en þér verður að líka við manneskjuna. Það er mjög mikilvægt,“ segir hún.

Giftust öðrum áður en ástin kviknaði

Hawn, sem er 78 ára, og Russell, sem er 73 ára, kynntust fyrst þegar hún var 21 árs og hann 16 ára. 

„Og svo árum seinna hittumst við aftur og mér líkaði við hann og ég mundi að mér líkaði mjög vel við hann þegar ég hitti hann fyrst. En við sögðum bæði að við myndum aldrei fara út með öðrum leikara svo það sýnir bara að þú getur aldrei sagt það,“ segir Hawn.

Russell giftist Season Hubley og voru þau gift frá 1979 til 1983 og eiga saman soninn  Boston Russell. Hawn var gift Gus Trikonis frá 1969 til 1976, og gift Bill Hudson frá 1976 til 1982 og á með honum börnin Oliver og Kate Hudson. 

Hawn og Russell hafa aldrei verið gift, þó þau hafi verið saman síðan 1983 og eiga þau saman soninn Wyatt Russell, sem er 28 ára.

Þeir enduðu með því að eiga fyrsta stefnumótið sitt á Playboy Club á Manhattan. „Við komumst á endanum upp á efri hæðina, skoðuðum ímynduð húsgögn og vorum í ímyndaða svefnherberginu þegar lögreglan gekk inn vegna þess að við þurftum að brjótast inn á staðinn til að komast inn,“ sagði Russell. „Þetta var fyrsta stefnumótið okkar. Þetta var mjög skemmtilegt, ég skal segja þér það. Ég trúi því ekki að það sé langt síðan.“

Að mati Russell er það sameiginleg reynsla sem styrkir sambandið.

„Flestir sem hafa verið saman í langan tíma eiga eitt sameiginlegt, og það er að eftir þetta mörg ár saman muntu hafa upplifað nánast allt sem hægt er að upplifa saman og skilja allar hæðir og lægðir og allt þar á milli. Ég elska bara þá staðreynd að við hittumst á sínum tíma. Okkur finnst enn gaman að vera saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?