fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Jodie Foster gagnrýnir unga starfsmenn – „Ég er ekki að finna mig í dag, ég mæti í vinnuna klukkan 10.30“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 16:30

Foster var mætt á Golden Globe verðlaunahátíðina, tilnefnd sem aukaleikkona ársins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Jodie Foster  fer ekki fögrum orðum um ungt fólk á vinnustöðum. Hún segir það mæta seint og að góð málfræði sé þeim framandi.

Í samtali við breska dagblaðið The Guardian segir Foster að ungt fólk hafi oftar en ekki reynst erfitt á hennar ferli sem leikari og leikstjóri.

Foster hefur tvisvar unnið óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, fyrir The Accused og The Silence of the Lambs, en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér frekar að leikstjórn. Meðal annars tók hún upp nýjustu seríuna af þáttunum True Detective hérna á Íslandi.

„Mjög pirrandi“

Í viðtalinu beinir hún einkum spjótum sínum að Z kynslóðinni svokölluðu, það er fólki fætt á milli 1997 og 2012, en að einhverju leyti líka að aldamótakynslóðinni líka, fólk fætt á milli 1981 og 1996.

„Þau eru mjög pirrandi, sérstaklega á vinnustaðnum,“ sagði Foster. „Þau segja kannski: Nei, ég er ekki að finna mig í dag, ég mæti í vinnuna klukkan 10:30.“

Einnig beindi hún gagnrýni sinni að málfræði Z kynslóðarinnar og viðmóti þeirra á vinnustaðnum. Nefnir hún til dæmis illa orðaða tölvupósta. „Ég bendi á að tölvupósturinn sé málfræðilega rangur, athugaðir þú ekki hvort þetta væri rétt skrifað? En þau svara: Af hverju ætti ég að gera það, það er hamlandi.“

Vilja vinna minna og heima hjá sér

Orð Foster eru ekki alveg úr lausu lofti gripin. Í könnun Deloitte frá síðasta ári kemur fram að yngra starfsfólk vill hafa meiri stjórn á vinnu sinni, meðal annars hvar þau vinna og hvenær.

77 prósent svarenda af Z kynslóðinni sem unnu fjarvinnu sögðust myndu segja upp vinnu sinni ef þau yrðu beðin að vinna á skrifstofu. 81 prósent sögðust vilja vinna með sveigjanlegum vinnutíma eða færri tíma. Eina ástæðan fyrir að þau minnkuðu ekki við sig vinnuna var að þá myndu launin lækka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu