fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Jóna Guðbjörg leggur áherslu á þetta þegar kemur að áfengi

Fókus
Mánudaginn 8. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Guðbjörg Torfadóttir ritar í dag aðsenda grein á Vísi. Í greininni fjallar hún um áfengi og hvað það raunverulega sé.

Hún lýsir sig í upphafi sammála Þórarni Tyrfingssyni, fyrrverandi yfirlækni SÁÁ um að það ætti að vera sérstakt umræðuefni hvort áfengi ætti yfirhöfuð að vera löglegt. Jóna Guðbjörg segir að líklega yrði áfengi flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag en nú sé eflaust orðið of seint að gera slíkar breytingar:

„Þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.“

Það blasi þó við að dágóður hópur fólks ráði ekki við „löglega vímu- og fíkniefnið áfengi.“ Hún vísar í tölur frá sjúkrahúsinu Vogi þar sem fram komi að heildarfjöldi þeirra sem leiti ásjár þar samsvari 7-8 beiðnum um innlögn á dag. Jóna Guðbjörg minnir á að ekki leiti allt fólk sem á við áfengisvanda að stríða, á Íslandi, til Vogs. Boðið sé upp á áfengismeðferð á fleiri stöðum og sum leiti beint til A.A. samtakanna. Líklega sé þó nokkur fjöldi sem eigi við áfengisvanda að stríða sem telji sig ekki eiga í neinum vanda og leiti sér ekki hjálpar.

Hún svarar þeim rökum að ekki megi takmarka aðgang að áfengi vegna þess minnihluta sem kunni ekki að fara með áfengi:

„Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum.“ 

Viðvaranir á áfengisflöskum

Jóna Guðbjörg segir að þótt áfengi sé ekki sterkasta vímuefnið byrji fólk oft á áfengi  áður en það snýr sér að sterkari vímuefnum. Áfengi sé útbreiddasta vímuefnið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segi að áfengisvandinn sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Stofnunin bendi t.d. á að áfengisneysla geti stuðlað að ýmsum tegundum krabbameins.

Þrátt fyrir þetta hafi aðgengi að áfengi verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur stoð í lögum. Vefverslanir bjóði upp á áfengi án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fái að líðast.

Jóna Guðbjörg segir að það skjóti skökku við að tóbak sé falið í verslunum en áfengi sé sýnilegt fyrir allra augum. Á tóbaksumbúðum séu ýmsar viðvaranir um skaðsemi þess og þar sem ekki standi til að gera áfengi ólöglegt sé að minnsta kosti hægt að setja sambærilegar viðvaranir á áfengisflöskur. Dæmi um  slíkar aðvaranir geti verið:

„Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“

Hvað sem öllum lögum líði sé nauðsynlegt að hafa það í huga hvað áfengi raunverulega sé:

„Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt.“

Grein Jónu Guðbjargar er hægt að lesa hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss