fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Arna Bára opnaði augun í fyrra eftir krefjandi ár sem braut hana niður

Fókus
Mánudaginn 8. janúar 2024 10:33

Arna Bára Karlsdóttir. Instagram @arnakarls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Arna Bára Karlsdóttir kemur sterk til baka eftir nokkur krefjandi ár.

Arna Bára fór yfir síðastliðin ár í færslu á Instagram. Hún sagði að árið 2021 hafi hún breyst, árið 2022 hafi hún brotnað, árið 2023 hafi hún opnað augun og núna, árið 2024, mun hún koma til baka.

Skjáskot/Instagram

Óljóst er um hvað Arna Bára er að tala um en hún gekk í gegnum skilnað fyrir nokkrum árum. Hún var í sambandi með OnlyFans-stjörnunni Heiðari Árnasyni í mörg ár og eiga þau saman þrjú börn. Þau giftust í Las Vegas árið 2018. Óvíst er hvenær leiðir þeirra skildu en þau eru bæði komin með nýja maka.

Arna Bára giftist argentísku fyrirsætunni Ian Hachmann í júlí í fyrra og framleiða þau erótískt efni saman fyrir OnlyFans.

Ian og Arna Bára.

Heiðar, sem er búsettur á marbella á Spáni, fann ástina í örmum spænsku fyrirsætunnar Mari Cielo Pajares. Þau framleiða erótískt efni saman.

Sjá einnig: Heiðar fann ástina í faðmi spænskrar fyrirsætu

Heiðar og Mari. Mynd/Twitter

Giftust á snekkju

Arna Bára og Ian gengu í það heilaga hér á landi síðasta sumar. Athöfnin var tvær mínútur og fór fram á snekkjunni Amelia Rose.

„Dagurinn var fullkominn á allan hátt og allt bara gat ekki verið betra. Gestirnir voru allir svo tímalega þannig að veislan byrjaði snemma og ég gat bara ekki verið glaðari,“ sagði Arna Bára í samtali við DV.

Spennandi tímar fram undan hjá Örnu.

Ljóst er að spennandi tímar eru fram undan hjá stjörnunni og við óskum henni alls hins besta á nýju ári.

Sjá einnig: Arna Bára og argentínska fyrirsætan uppskera eins og þau sá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki