fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Gagnrýnir nýársávarp Guðna: „Átti kannski aldrei að verða forseti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, ritstjóri með meiru, tekur nýársávarp Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, fyrir í vikulegri yfirferð sinni um fréttir vikunnar. Auk þess að velta fyrir sér stóru tíðindunum í ávarpinu, það er að Guðni sækist ekki eftir endurkjöri, þá veltir Snorri því upp hvort að vinsældir Guðna séu hans bölvun og geri það að verkum að hann geti síður talað afdráttarlaust út, til að mynda um íslenska menningu, sem er ritstjóranum mjög hugleikin.

„Við þurfum hressandi vítamínsprautu á Bessastaði; og af því að við höfum hér í þessum þætti talað fyrir friðsamlegri þjóðlegri vakningu á tímum þar sem íbúum landsins fjölgar gífurlega hratt vegna innflutnings og við þurfum nauðsynlega á sterkri þjóðarsjálfsmynd að halda sem sameinar okkur öll, bæði innfædda og aðflutta, gefur okkur ástæðu til að hlúa að íslenskri menningu og íslenskri tungu, á slíkum tímum tel ég að forsetinn eigi líka að vera maður sem talar afdráttarlaust fyrir íslenskri menningu,“ segir Snorri.

Hann segir Guðna vissulega gert vel í því að tala fyrir íslenskunni en annað gildi um ættjarðarástina og þar stýri óttinn við fordæmingu lýðsins för.

„Ég held því vel að merkja fram að það sé bölvun frekar en blessun að vera með 90% fylgi, allir verða að elska mann alltaf, þannig að maður gætir þess að segja aldrei neitt sem hefur þýðingu, af ótta við fordæmingu lýðsins setur Guðni yfirleitt hundrað tilgangslausa fyrirvara við alla umræðu um ættjarðarást, eins og hann gerði í nýársávarpi sínu núna,“ segir Snorri og spilar brot úr nýársávarpi Guðna þar sem að hann setur fyrrvara við ættjarðarástina áður en hann les upp ljóð Land eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.

„Sko, augljóslega fer fólk ekki með mikið af ættjarðarljóðum þessa dagana, en af hverju er það? Tengist því mögulega að það sé alltaf verið að lesa það yfir hausamótunum á okkur að öll ættjarðarást okkar þurfi einmitt eins og Guðni segir að vera svo heilbrigð – og ef þú þarft að ritskoða þig í hvert skipti áður en þú talar; er ég að vera heilbrigður eða ekki; þá er alveg eins sniðugt að sleppa því bara að tala. Ljóð Ingibjargar er auðvitað fallegt, ég ætla ekki að snúa út úr því, en samt; forseti Íslands: línurnar „Ég syng engin ættjarðarljóð”; ef einhver á Íslandi ætti enn þá að vera spenntur yfir ættjarðarljóðum eftir að nútíminn kom og eyðilagði allt, væri það þá ekki einmitt forseti Íslands? Þyrfti það embætti ekki einmitt að vera síðasta vígi ættjarðarljóðanna ef allt annað bregst?“ segir Snorri.

Hann ítrekar þó að Guðni sé fínasti náungi en kannski hafi hann endað í embætti sem honum hugnist ekkert sérstaklega vel.

„Guðni er fínn. Átti kannski aldrei að verða forseti; best geymdur í fræðunum, frábær sagnfræðingur og rithöfundur; en hann var einhvern veginn neyddur í þetta embætti og þekkir sinn vitjunartíma, sem er virðingarvert, og heldur nú á braut. Við þökkum Guðna vel unnin störf í þágu þjóðar – nú eru nýir tímar fram undan. Nema auðvitað að Katrín [Jakobsdóttir] taki þetta. Þá eru líklega ekki sérstaklega nýir tímar fram undan,“ segir Snorri.

Hlusta má á yfirferð Snorra um fréttir vikunnar í heild sinni hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“