fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Mæðgurnar voru í gíslingu Hamas í 50 daga

Fókus
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 20:30

Doron Katz Asher og dætur hennar Raz og Aviv voru gíslar Hamas í 50 daga. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Doron Katz Asher segir sögu sína í dag í viðtali við CNN. Hún er ein þeirra Ísraela sem voru teknir í gíslingu af Hamas-samtökunum 7. október síðastliðinn og ásamt henni voru dætur hennar hin fimm ára gamla Raz og Aviv, sem er tveggja ára, teknar í gíslingu. Mæðgurnar voru í gíslingu í 50 daga áður en þær voru látnar lausar.

Hún segir að dæturnar muni allt sem gerðist 7. október.

Mæðgurnar bjuggu á samyrkjubúi í nágrenni við landamærin að Gaza. Þær hlupu í þar til gert neyðarskýli til að fela sig fyrir Hamas liðum. Þegar þeir nálguðust hljóp afi stúlknanna úr skýlinu til að beina athygli árásarmannanna annað. Það bar ekki árangur og heldur ekki að skilja dyrnar á skýlinu eftir opnar til að láta Hamas-liða halda að skýlið hefði verið yfirgefið.

Mæðgunum var ásamt fleiri gíslum varpað upp á dráttarbíl. Doron var skotin í bakið, Aviv var skotin í fótinn en móðir Doron og amma stúlknanna var skotin til bana.

Doron og stelpurnar voru fluttar yfir á Gaza. Þeim var fyrst haldið í íbúð palestínskrar fjölskyldu.  Hún segir að gert hafi verið að sárum hennar án deyfingar á meðan dætur hennar horfðu á.

Hún segir að næstu daga hafi hún reynt að fullvissa dætur sínar um að þær væru ekki lengur í bráðri lífshættu og að þeir Palestínumenn sem vöktuðu þær væru gott fólk.

Hún segir að börn og barnabörn eiganda íbúðarinnar hafi séð um að vakta þær.

Mæðgurnar voru ekki beittar líkamlegu ofbeldi en þess í stað voru þær beittar sálfræðihernaði. Doron segir að þeim hafi verið sagt að Hamas vildi sleppa þeim en að öllum í Ísrael væri sama um þær. Hún trúði þessu hins vegar ekki þar sem hún heyrði greinilega að fyrir utan bygginguna stóðu yfir hernaðarátök og því væri ljóst að eitthvað væri að gerast sem tengdist því að frelsa gíslana eða þrýsta á Hamas að sleppa þeim.

„Svokallað sjúkrahús“

Mæðgunar voru í haldi í íbúðinni í 16 daga en þá voru þær verið fluttar á sjúkrahús í Khan Younis á suðurhluta Gaza. Hún segir að um hafi verið ræða „svokallað sjúkrahús“ þar sem á slíkum stöðum eigi fólk að njóta umönnunar en að Hamas hafi tekið sjúkrahúsið yfir og notað það til að fela gísla.

Mæðgurnar voru ásamt fleiri gíslum á sjúkrahúsinu. Dætur hennar veiktust og fengu lyf en Doren segir að þau hafi ekki dugað til. Aviv hafi fengið hita og Doren segist hafa neyðst til að koma henni fyrir í vaski og láta kalt vatn renna á hana. Aviv orgaði vegna hitans og mæðgunum var þá sagt að þegja.

Mæðgunum var haldið á sjúkrahúsinu í tæpar fimm vikur.

Doren segir að hún hafi verið hræddust daginn sem þeim var sleppt. Þær voru keyrðar burt í bifreið og ekki sagt hvert verið var að fara með þær. Hún fylltist skelfingu þegar keyrt var með þær um götur Gaza. Þúsundir manna hafi verið á götunum, þar með talið börn og eldri borgarar. Fólkið hafi barið í bifreiðina og glugga hennar. Doren óttaðist að hún yrði tekin af lífi og þetta hafi verið í fyrsta sinn á meðan gíslingunni stóð sem að eldri dóttirin Raz sagði við hana:

„Mamma, ég er hrædd.“

Mæðgurnar voru meðal þeirra gísla sem Hamas sleppti á meðan tímabundnu vopnahléi stóð frá 24. nóvember til 1. desember. Þegar gíslarnir voru afhentir Rauða krossinum sáust Hamas-liðar vanda sig við að sýna þeim hlýju og kurteisi. Doren fullyrðir að þar hafi verið um sviðsetningu að ræða. Mæðgurnar hafi verið berfættar alla 50 dagana en þegar þær voru afhentar Rauða krossinum hafi Hamas liðar passað sig á því að láta þær hafa skó og setja hana í smekklegan kjól.

Doren segir að þær mæðgur hafi orðið fyrir áfalli og glími enn við eftirköstin. Hún gat ekki syrgt móður sína allan þann tíma sem þær voru í gíslingu þar sem hún þurfti að einbeita sér að því að annast dætur sínar.

Doren er enn haldin sektarkennd vegna þeirra sem enn eru í gíslingu Hamas. Þar á meðal er maður móður hennar.

Hún segist bágt með að skilja það sem gerðist fyrir fjölskyldu hennar og eigi bágt með að skilja ómennsku þeirra sem gerðu henni þetta:

„Fólk sem myrðir fólk í rúmum þess. Hver gerir svoleiðis? Það er ekki mennskt.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni