Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason leggur mikið upp úr því að rækta andlega og líkamlega heilsu. Hann birtir reglulega færslur á Instagram þar sem hann deilir þeim hluta af lífi sínu, eins og hvernig hann endar daginn á hugleiðslu og dagbókarskrifum, eða hvaða bækur breyttu sýn hans á lífið.
Sjá einnig: Tilvitnunin sem breytti lífi Nökkva Fjalars
Nökkvi hefur verið óhræddur við að setja sér háleit markmið og leggja mikið á sig og er næsta markmið engin undantekning. Hann ætlar að „hverfa“ í 90 daga, vakna fyrir allar aldir, æfa eins og brjálæðingur, borða hollt – eða jafnvel ekkert í sólarhring í senn – og sjálfsfróun fer einnig á bannlistann.
Hann greinir frá þessu á Instagram, en þetta var síðasta færslan hans næstu þrjá mánuði. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Nökkvi kallar þetta: „Operation: Disappear“.
„Hefur þú einhvern tíma heyrt um að hverfa í 90 daga?“ spyr hann og fer síðan yfir hvað felst í þessari „aðgerð“.
Að lokum segir Nökkvi:
„Líf þitt mun aldrei verið það sama ef þú hverfur í 90 daga. Sjáumst aftur eftir 90 daga.“
Gangi honum vel!