fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Ellý Ármanns spáir fyrir Sunnevu Einars og varar hana við

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 14:29

Ellý Ármanns spáir í spilin fyrir Sunnevu Einarsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún spáði fyrir áhrifavaldinum Sunnevu Einarsdóttur.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ellý Ármanns, ein eftirsóttasta spákona landsins, mætti með tarot-spilin í áramótaþátt Fókuss og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum, eins og Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og áhrifavaldinum Sunnevu Einnarsdóttur.

Sunneva er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Vinsældir hennar stoppa ekki þar en auk þess að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Teboðið, ásamt vinkonu sinni, Birtu Líf Ólafsdóttur, er hún einnig hluti af vinkonuhópnum LXS og stjarna samnefndra raunveruleikaþátta.

„Hún er bara rétt að byrja“

Við spurðum: „Hvað munum við sjá frá henni og mun þessi vinkonuhópur standa tímans tönn?“

„Algjörlega, hún er æðisleg þessi stelpa,“ segir Ellý.

„Hún fyllir alla sali og getur leigt stærri sali, hún veit þetta en er í þjálfun núna. En hún á eftir að vaxa og dafna. Það er eitthvað, hún þarf bara að passa á sér líkamann. Ekkert alvarlegt, eitthvað með miðjuna á henni, hún þarf að vera dugleg að teygja á sér. Hún veit þetta, ég veit ekki hvað þetta er. Gæti verið eitthvað sem hún er að setja ofan í sig en hún þarf bara að passa miðjuna sína. Gott að teygja vel á, teygja á hryggjasúlunni […] En hún er alveg geggjuð og er bara rétt að byrja, trúðu mér.“

Horfðu á Ellý spá fyrir Sunnevu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Ellý spáði líka fyrir:

Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands

Kleina, áhrifavaldi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture