fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Málið sem setti samfélag íslenskra áhrifavalda á hliðina – „Þetta er ógeðslega alvarlegt. Þetta er eitt það ljótasta sem ég hef heyrt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2024 20:00

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Fyrir tæplega tveimur árum vakti Helgi athygli á hegðun áhrifavalds gagnvart þáverandi vinkonu hennar. Hann birti hljóðbút úr hlaðvarpsþætti þeirra, sem hætti göngu sinni eftir atvikið, og mátti heyra aðra þeirra tala niður til hinnar. Helgi gagnrýndi hegðun og ummæli áhrifavaldsins harðlega og sakaði hana um að beita vinkonu sína andlegu ofbeldi.

Í kjölfarið fór af stað atburðarás þar sem þær tókust á opinberlega með harðskeyttum færslum, tárvot myndbönd voru birt, hlaðvarpið var lagt af og það slitnaði úr vinskap þeirra.

Helgi man vel eftir málinu. „Ég var á veitingastað og mér var send klippa. Ég hlustaði á hana og raunverulega það sem gerðist var að ég trúði ekki eigin eyrum. Það var ekki bara að ég trúði ekki að þetta væri vinkona að segja þetta við aðra vinkonu, heldur trúði ég ekki að þetta væri á hlaðvarpsveitu. Þetta var opinn þáttur í hlaðvarpi.“

Hann segist hafa birt hljóðbútinn strax í Story á Instagram. „Ég man ég gerði það í bræði, og það getur gerst þegar þú ert triggeraður. Óréttlæti stuðar mig […] Ég man ég hugsaði: „Þetta er ógeðslega alvarlegt. Þetta er eitt það ljótasta sem ég hef heyrt.““

Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus.

Viðbrögðin leyndu sér ekki

„Ég setti þetta beint inn, nefndi engin nöfn og ég var svo sem ekkert að spá í hver þetta var. Ég hef ekkert persónulegt á móti neinum eða neinni þar.“ Helgi segir að hann hefur aldrei – bæði fyrir þetta og eftir – fengið jafn mikið af skilaboðum á jafn stuttum tíma.

„Þá vissi ég líka að það að hafa sett þetta inn, að það hafi verið rétt, því það voru stelpur að skrifa að þeim leið hræðilega að hlusta á þetta,“ segir hann.

„En svo fattaði ég allt í einu, ég þarf að muna að hugsa um þolandann. Ég sendi á hana nokkrum mínútum eftir að ég birti […] Hún gaf mér blessun að halda þessu inni. En ég man samt að hún var greinilega að þjást.“

Helgi ræðir málið frekar í spilaranum hér að ofan. Klippan hér að ofan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á öllum helstu streymisveitum.

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Smelltu hér til að sjá hvar þú getur leitað hjálpar ef einhver er að beita þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“
Hide picture