fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Segja Meghan og Harry sýna smekkleysi sitt meðan Karl konungur og Katrín liggja á sjúkrabeði

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 22:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, virðast alltaf ná að koma sér í fréttirnar og það á röngum forsendum, það er fyrir enn eitt klúðrið. 

Í gær flugu hjónin frá heimili sínu í Kaliforníu í Bandaríkjunum til Kingston á Jamaíku til að vera viðstödd glæsilega frumsýningu á nýju Bob Marley kvikmyndinni One Love. Óundirbúin viðvera þeirra á frumsýningunni og myndatökur þeirra með gestum hátíðarinna fengu marga Breta til að hneyklast á hjónunum, en á frumsýningunni stilltu þau sér upp með hinum og þessum á rauða dreglinum, þar á meðal Andrew Holness forsætisráðherra Jamaíka. Þykir Bretum sú uppstilling sýna ótrúlegt taktleysi og ónærgætni hjónanna á sama tíma og faðir Harry, Karl III konungur undirbýr sig fyrir blöðruhálskirtilsmeðferð og mágkona Harry, Katrín, jafnar sig á sjúkrahúsi eftir kviðarholsaðgerð.

Hertogahjónin ásamt Andrew Holness og eiginkonu hans Juliet.

Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst því yfir að hann vilji konungsveldið í burtu og sagði við Katrín og eiginmann hennar, Vilhjálm Bretaprins, sem er næstur í krúnuröðinni, í mars árið 2022 að þau yrðu aldrei konungur og drottning þjóðar sinnar. Hjónin stilltu sér einnig upp með Marlene Malahoo Forte, ráðherra laga- og stjórnarskrármála, sem sagði á síðasta ári að Jamaíka gæti brátt rofið tengslin við breska konungsveldið og framtíð þjóðarinnar ætti að vera höndum Jamaíkabúa.

Holness hefur lagt allt kapp á að Jamaíka verði lýðveldi með þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður haldin síðar á þessu ári og hefur greint frá því opinberlega að eyjan hafi viljað slíta tengslin við Bretland eftir að Elísabet II drottning dó.

Hertogahjónin ásamt Marlene Malahoo Forte, ráðherra laga- og stjórnarskrármála.

Konunglegi fréttaskýrandinn Phil Dampier er einn af þeim sem er ekki sáttur við framkomu hertogahjónanna en hann sagði við MailOnline: „Svo virðist sem Harry og Meghan myndu mæta á viðburð sem snerist um að opna umslag.“

„Undir venjulegum kringumstæðum væri ekkert að því að hjónin mættu á frumsýningu kvikmyndar. En á sama tíma og faðir hans liggur undir hnífnum og Jamaíka gerir kröfu um að slíta tengslin við konungsveldið er þetta afar taktlaust.“

Dampier bendir þó að á það sé undir löndunum, sem eru undir breska konungsveldinu, sjálfum komið hvort þau vilji verða lýðveldi og hann telji allar líkur á að Jamaíka verði sjálfstæð.

„Hjónunum leið greinilega vel á frumsýningunni. En mæting þeirra sendir ákveðin skilaboð þegar þau sýna stuðning við land sem hefur ekki sýnt opinberlega stuðning við konunginn og prinsessuna af Wales. Hertogahjónin eru með þessu ekki að sýna að þau vilji sættast við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar og þessi framkoma þeirra sýnir enn og aftur hversu djúp gjá hefur myndast á milli þeirra og hversu ólíkum heimum fjölskyldumeðlimir búa í núna.“

Konunglegi fréttaskýrandinn Richard Fitzwilliams tekur í sama streng: „Hjónin eru fyllilega meðvituð um að ferðin um Karíbahafið sem Vilhjálmur og Katrín fóru í í mars 2022 var talin mjög erfið. Þetta er erfitt tímabil fyrir konungsveldið þar sem Katrín er á sjúkrahúsi og Karl konungur er að fara að gangast undir aðgerð vegna blöðruhálskirtils. Hertogahjónin hafa sent þeim góðar kveðjur persónulega. En framkoma þeirra á Jamaíka sendir ákveðin skilaboð. Hjónin hafa hafa greinilega valið þennan erfiða tíma til að minna konungsfjölskylduna á það sem hjónin hafa misst. Þetta virðist vera taktík og meðlimir konungsfjölskyldunnar eru minntir á það enn og aftur að það er ekki skynsamlegt að treysta hertogahjónunum.“

Það vakti jafnframt athygli að hertogahjónin stilltu sér upp fyrir mynd með Brian Robbins, forseta og framkvæmdastjóra Paramount Pictures og Nickelodeon, og eiginkonu hans Tracy James. Harry og Markle leita nú logandi ljósi að nýju tekjustreymi þar sem 80 milljón punda Netflix samningur þeirra rennur út á næsta ári og 15 milljón punda Spotify samningur þeirra rann út í júní í fyrra.

Hertogahjónin ásamt Brian Robbins, forseta og framkvæmdastjóra Paramount Pictures og Nickelodeon, og eiginkonu hans Tracy James.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu