fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Rifust yfir umbreytingu Vergara í nýrri Netflix þáttaröð – „Þetta var plast héðan og hingað. Þegiðu!“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sló í brýnu á milli leikkonunnar Sofía Vergara og söngkonunnar Kelly Clarkson í þætti þeirrar síðarnefndu eftir að leikkonan taldi Clarkson gera lítið úr umbreytingu Vergara í hlutverki hennar í þáttunum  Griselda.

Vergara mætti í gær, miðvikudag, sem gestur í þáttinn The Kelly Clarkson Show, til að ræða nýja sjónvarpsþætti sína, Griselda, sem sýndir eru á Netflix. Í þáttunum leikur Vergara eiturlyfjabaróninn Griseldu Blanco.

„Mér finnst eins og þeir hafi bara aðeins skipt um nef á þér eða eitthvað,“ segir Clarkson. 

Vergara er augljóslega hneyksluð og spyr Clarkson hvort hún sé rugluð. Clarkson heldur hins vegar áfram:  „Þetta lítur út fyrir að vera mjög lítil förðun. Skilurðu mig? Þegar maður horfir á þig, þá lítur þetta ekki út…..“

Vergara greip fram í þegar þarna var komið. „Nei, Kelly, þetta voru klukkustundir,“ sagði Vergara um tímann sem hún eyddi í förðunarstólnum. Clarkson gaf sig þó ekki og sagði að förðunin hefði örugglega tekið einhvern tíma, en að „smá breyting hafi gjörbreytt útliti Vergara.“ 

Vergara byrjaði þá að hækka rödd sína og hrópaði: „Þetta var hárkolla! Þegiðu! Þetta var mikið, þeir breyttu mér mikið. Þetta voru tennur, þetta var hárkolla, þetta var nef,“ hélt hún áfram og bætti við: „Þetta var plast héðan og hingað.“

Clarkson breytti þá um taktík. „Þeir stóðu sig svo vel að förðunin lítur út fyrir að vera óaðfinnanleg. Þú lítur bara út eins og einhver annar, þú lítur bókstaflega út eins og þú gætir í raun bara verið þessi manneskja í annarri kvikmynd. Þú gætir átt tvo starfsferla. Þú lítur bókstaflega út eins og þú sért önnur leikkona að leika hlutverkið. Þú gætir átt allt annað líf.“

Vergara var augljóslega miklu ánægðari með þessi orð Clarkson.  „Það var einmitt þetta sem ég vildi, þessi viðbrögð. Hún lítur út fyrir að vera raunveruleg, ekki satt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?