fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Fókus

Helga tókst að flýja ofbeldissamband – Líkir augnablikinu við atriði úr bíómynd: „Ég hljóp um íbúðina að ná í hluti og setti ofan í tösku“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 19:59

Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Í lok sumars 2020 tókst Helga að koma sér úr átta ára ofbeldissambandi en á þeim tíma áttaði hann sig ekki á því að hann væri í ofbeldissambandi. Hann vissi bara að honum hafði liðið mjög illa í langan tíma og þyrfti að komast út. Helgi, sem áður skein jafn skært og sólin, var orðinn grár, einangraður og þunglyndur.

Augnablikið sem hann fór frá fyrrverandi kærasta sínum var eins og atriði í bíómynd. Þeir bjuggu á þessum tíma saman í Danmörku.

„Ég sagði við hann að ég væri að fara í vinnuferð til Íslands, sem ég gerði mjög oft. Ég kyssti hann bless í vinnuna og þegar hann var farinn var þetta svolítið eins og bíómyndaatriði. Ég hljóp um íbúðina að ná í hluti, setti hluti ofan í tösku sem ég vissi að ég vildi taka með mér. Minningar og í lokin tók ég tölvuna mína.“

Taugakerfið hrundi um jólin

Við tók mjög skrýtinn tími fyrir Helga, sem hafði ekki enn áttað sig á hvers konar samband hann væri að flýja.

„Ég var í marga mánuði á stað sem ég get eiginlega ekki lýst. Ég veit ekki hver þankagangurinn var. Ég var einhvern veginn að lifa af, ég veit ekki hvað var í gangi en ég grenntist ótrúlega mikið. Þetta var mesta þoka lífs míns. Svo gerðist það um jólin 2020 að allt hrundi, taugakerfið hrundi,“ segir hann.

Í janúar 2021 sá hann myndband og eitthvað small, hann loksins áttaði sig á að hann hafði verið í ofbeldissambandi.

„Ég gleymi þessu aldrei, ég stóð við eldhúsborðið og opnaði símann og þá kom myndband frá Dr. Ramani [um narsissista].“ Umrætt myndband má horfa á hér að neðan.

„Þá hafði ég aldrei heyrt þetta orð áður, narsissisti. Maður áttar sig ekki á því hvað ofbeldi er þegar maður er ekki með neinn stuðning eða umræðu í kringum sig […] Ég hafði aldrei heyrt um orðið gaslýsing, bara aldrei,“ segir Helgi.

„Þarna líka kom algjört sjokk [þegar ég horfði á myndbandið]. Ég man ég hugsaði: Getur þetta verið? Getur það verið? Þetta var algjör þoka, en svo þegar ég kynni mér þetta meira og meira, þá man ég að mér leið betur, því kannski var ég ekki geðveikur, kannski var ég ekki vandamálið frá a til ö.“

Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus.

Bataferlið erfitt en þess virði

Bataferlið er mun flóknara og tímafrekara en Helgi bjóst við. Hann er enn að kljást við afleiðingar ofbeldisins. „Ég hlæ minna, ég þori minna. Ég á erfitt með að sjá það góða í hver ég er, þó ég vinn markvisst að því daglega að hvetja mig og peppa mig. Ég veit að ég er frábær og þess vegna reyni ég rosa mikið að heila inn á við,“ segir hann.

„Þetta er það sem mér finnst sorglegast við andlegt ofbeldi og þetta er rosalega algengt meðal þolenda, er að það er partur af sálinni okkar, það er eins og hún sé tekin. Það er eins og það hafi slokknað á mörgum ljósastaurum í sálinni. Og ég get ímyndað mér að þetta sé verra heldur en hann hefði kýlt mig nokkrum sinnum, mér finnst það raunverulega sorglegt. Ekki mér heldur öllum öðrum. Þolendurnir eru ógeðslega margir, meira en okkur nokkurn tíma grunar.“

Helgi ræðir þetta nánar í þættinum sem má horfa á hér að ofan.

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á skónum sem Halla forseti klæddist í gær – „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm“

Skiptar skoðanir á skónum sem Halla forseti klæddist í gær – „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er ástin nóg?

Er ástin nóg?
Hide picture