fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Betra að vinna daglega í sambandinu heldur en að lenda á vegg og þurfa að bjarga því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 11:35

Hera Gísladóttir var gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Hera Gísladóttir útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi fyrir nokkrum árum en fannst eitthvað vanta í heildarmyndina. Það mætti segja að líf hennar hafi breytt um stefnu eftir að hún fór með unnusta sínum, athafnamanninum Ásgeiri Kolbeinssyni, í ræktina en upp úr því kviknaði brennandi áhugi hennar á stjörnuspeki og rekur hún nú fyrirtækið Orkugreining, ásamt Ásgeiri og Gunnlaugi Guðmundssyni, sem sérhæfir sig í stjörnukortum og halda þremenningarnir einnig úti hlaðvarpi um stjörnuspeki.

Sjá einnig: Tók eftir því að Ásgeir var orðinn pirraður á henni í ræktinni – „Við vorum að klessast stöðugt á“

Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins.

Hera og Ásgeir hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil en hún segir lykilinn að heilbrigðu jafnvægi þar á milli vera samskipti og deilir nokkrum góðum sambandsráðum.

„Mér finnst mjög mikilvægt að þú styrkir þig sem einstakling fyrst, og svo vinnurðu með hinum,“ segir hún og útskýrir hvernig þeirra daglega rútína er:

„Við vöknum á morgnanna, setjumst alltaf niður í 40-60 mínútur og ræðum daginn og ræðum hvað við viljum og hver ætlar að gera hvað fyrir soninn. Þetta er svona okkar tími, okkur finnst við ná honum best á morgnanna. Svo byrjar bara dagurinn og við erum í sitthvorri deildinni [og erum ekki mikið saman í vinnunni]. Erum meira að leita til hvors annars með ráð og pælingar. Það er voða gaman […] Svo eftir kvöldmat tökum við tíu mínútna göngutúr og ræðum daginn, hvað hefðum við viljað meira, hvað hefði mátt fara betur. Það eru þessar spurningar, litlu hlutirnir.“

Hera útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Heru á Instagram.

Hlustaðu á Stjörnuspeki á Spotify og skoðaðu Orkugreining.is hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“
Hide picture