fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Bendir á hugsunarlausa háttsemi ferðamanna á flugvöllum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Anna Dooley ferðaðist nýlega um ástralskan flugvöll og deildi mynd á Instagram þar sem hún bendir á háttsemi fjölmargra ferðalanga, sem hún segir pirrandi og hugsunarleysi gagnvart öðrum. 

Þetta er eitthvað sem við könnumst öll við, þegar ferðamenn standa alveg upp við farangursbeltið og hindra þar með aðra í að sjá sinn farangur, og eru síðan fyrir öðrum sem vilja koma sinni tösku af farangursbeltinu.

„Ef allir myndu taka nokkur skref aftur á bak, þá geta allir séð töskurnar, í stað þess að þurfa að rýna á milli fólks, sjá svo töskuna sína, og þurfa að ryðjast fram hjá fólki til að ná að grípa hana,“ sagði annar ferðalangur á Reddit.

„Og fólk færir sig ekki þó það sjái að þú átt í erfiðleikum með að grípa töskuna þína. Ég ferðast oft og með ferðatösku. Ég skil þetta ekki. Þú ert ekki að missa neinn tíma með því að standa í meters fjarlægð frá farangursbeltinu, en þú hindrar sýn annarra ef þú gerir það ekki.“

„Þetta eru líklega sömu ferðamenn sem standa upp um leið og vélin lendir og blokka flugvélarganginn þó að þeir séu í fertugustu röð.“

Einn netverji benti á að vandinn væri flugvellinum að kenna sem ætti að vera með skýrt kerfi í gangi til að koma í veg fyrir að fólk stæði fyrir öðrum. „Það ætti að vera 1,5 metra svæði sem þú getur ekki farið inn á fyrr en taskan þín er sýnileg og innan seilingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móa sendir frá sér nýtt lag

Móa sendir frá sér nýtt lag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“