Mörgum dreymir um frægð, frama og jafnvel völd. Að geta verið hópi þeirra sem taka ákvarðanirnar sem máli skipta, fá að vera með í reykfyllta herberginu þar sem hlutirnir gerast. Við vitum að það er margt sem á sér stað bak við luktar dyr. Mun meira en við fáum nokkurn tímann að vita. Við fáum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Efnisyfirlitið, en ekki meginmálið. Er því furða að ýmsar kenningar hafa farið á flug um hvaða fólk í raun og veru stjórnar heiminum og hvað vakir fyrir því?
Þessu velta samsæriskenningasmiðir gjarnan fyrir sér. Og til að fullnægja þörfum okkar fyrir samsæri höfum við félagana Guðjón Heiðar, Hauk Ísbjörn og Ómar Þór í hlaðvarpinu Álhatturinn. Þar taka þeir fyrir stórar sem smáar samsæriskenningar, kafa ofan í meintar sannanir fyrir þeim og meta hversu sannfærandi þær eru – að sjálfsögðu á léttu nótunum.
Að þessu sinni er tekin fyrir nokkuð lítið þekkta samsæriskenningu. Hún fjallar um það sem kallað er „Stóra endurræsingin“ (e. The Great Reset) og Alþjóðaefnahagsráðið (WEF). Getur verið að Alþjóðaefnahagsráðið sé að stefna á þessa stóru endurræsingu á fölskum forsendum?
Í samantekt sem álhattar hafa unnið um þáttinn segir:
„Til eru fjölmörg samtök fyrir ríka, fræga og fína fólki þar sem þau hittast, ræða málin, fá sér einn eða tvö kokteila og mynda tengsl við aðra. Yfirlýst markmið þessa samtaka eru gjarnan eitthvað á borð við að auka samvinnu, sjálfbærni og að draga úr þeim hindrunum sem geta staðið í vegi fyrir frekari þróun mannkyns.“
Þetta séu samtök sem opinberlega tali um mikilvægi þess að tryggja efnahagslegan vöxt án þess að gengið sé um of á náttúruna, vöxt sem ekki bitnar á komandi kynslóðum. Mikilvægi þess að tryggja sjálfbæra þróun.
Dæmi um samtök sem þessi eru bandarísk samtök um alþjóðlegt samstarf sem kallast Trilateral Commission, Rómarklúbburinn og hugveitan Council of Foreign Relations. Þetta eru samtök segjast standa fyrir ofangreind markmið. Þekktasti hópurinn er þó líklega svokallaður Bilderberg-samtökin og Alþjóðaefnahagsráðið (WEF).
Álhattar taka nú fyrir Alþjóðaefnahagsráðið og velta fyrir sér hvort það geti verið að þetta ráð sé að sigla undir fölsku flaggi.
„Hvað ef þetta snýst ekkert um aukna sjálfbærni eða jafnræði heldur um aukin völd og enn frekari söfnun auðs á fárra hendur. Gæti verið að stjórnmála fólkið og viðskiptajöfrarnir beri ekki hagsmuni heildarinnar eða almennings í húfi, þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbært gagnsæi og gagnsæja sjálfbærni? Þau færu nú varla að ljúga að okkur?“
Stofnandi og stjórnarformaður WEF er Klaus Schwab. Hann er þýskur verkfræðingur og hagfræðingur og hefur verið stjórnarformaður WEF frá stofnun árið 1971. Hann hefur skrifað fjölda bóka, meðal annars um hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu, hugmynd sem talið er að Schwab hafi átt stóran þátt í að koma á framfæri.
„Hvað er eiginlega fjórða iðnbyltingin sem Klaus Schwab og félagar í WEF er svo hugleikin og hvað í veröldinni felst í hinni miklu endurræsingu: The Great Reset) sem WEF stefna opinberlega að og telja svo mikilvæga?
Eru þessir fundir og ráðstafanir þotuliðsins af hinu góða og markmið þeirra um aukna umhverfisvernd, aukið jafnrétti og sjálfbæra þróun raunveruleg eða er þetta allt saman blekking til þess að færa okkur almenning í frekari hlekki og einungis gert til þess að auka völd og áhrif fundargesta?
Hugmyndir WEF um hvernig bregðast megi við aukinni sjálfvirkni framleiðsluferla, notkun gervigreindar og minnkandi þörf eftir starfskröftum ber einnig á og þá sérstaklega framúrstefnulegar hugmyndir samtakanna um að algjört eignaleysi almennings myndi fela í sér aukna hamingju (e:own nothing and be happy).
@alhatturinn #WEF #thegreatresest #DavidIcke #conspiracypodcast #klausschwab #conspiracytheory #conspiracytheorytiktok #conspiraciones #NWO #Reptilians #WEFagenda #wef2030agenda #englishsubtitles #iceland #icelandic #fyp #fypiceland #fypシ゚viral #fypシ #samsæri #samsæriskenningar #hlaðvarp #spennandi #dularfullt #corruption #spilling #plans ♬ original sound – Álhatturinn
Er kannski bara betra að eiga ekkert og þurfa aldrei að vinna eða gera nokkurn skapaðan hlut? Getur verið að í framtíðinni verðum við öll atvinnu og eigna -laus en samt hamingjusamari en nokkru sinni fyrr? Værum við e.t.v. hamingjusamari sitjandi fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna jafnvel lyfjuð á því í stað þess að mæta til vinnu? Væri samfélagið kannski betra þannig?
Rithöfundurinn Yuval Noah Harari, aðstoðarmaður Klaus Scwab, fær einnig sitt pláss í þættinum, en hann hefur rætt mjög opinskátt um framtíðar samfélagið þar sem fólk þurfi ekkert að vinna og eyði jafnvel öllum deginum út úr heiminum á lyfjum.
Auk þess er strákarnir ræða yfirlýsingar Scwab og Yuval Noah Harari um nauðsyn þess að fækka mannfólki til þess að mannkynið og jörðin lifi af. Möguleg eða meint hnattræn hlýnun er að sjálfsögðu á sínum stað og auðvitað ber Illuminati á góma að venju Álhatta.
Þetta og svo margt margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum, þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða hin stórmerkilegu en jafnframt furðulegu samtök WEF og velta því fyrir sér hvað felist eiginlega í hinni miklu endurræsingu, sem samtökin stefna að.
Á hvaða forsendum er sú endurræsing gerð og fyrir hvern er hún? Þjónar þetta allt saman hagsmunum almennings eða einungis fárra útvalda aðila?
En fullyrðing þáttarins að þessu sinni er einmitt “WEF stefna á hina miklu endurræsingu og kynna hana á fölskum forsendum” og málsmetandi aðili þáttarins er enginn annar en Arnór Jónsson einn umsjónarmanna Alvarpsins.“
Til að gefa lesendum smjörþef af því sem í vændum er má nefna að hin stóra endurræsing er viðreisnarstefna WEF sem var rituð í kjölfar faraldurs COVID-19 og varðar efnahagslega endurreisn heimsins. Þetta er verkefni sem var farið að stað með árið 2020 með myndbandi sem þáverandi krónprins Bretlands, Karl Bretakonungur, birti. Stefnan miðar að því að endurreisa efnahaginn í heiminum, eftir hrunið í faraldrinum, með áherslu á sjálfbærni.
Þessu stendur til að ná með því að leggja áherslu á sjálfbær mannvirki sem eiga að standa tímans tönn, með því að horfa í auknum mæli til mælinga sem ná utan um umhverfislega-, félagslega og stjórnsýslulega þætti og svo með því að virkja þá nýsköpun sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni. Grænn vöxtur, snjallari vöxtur og sanngjarnari vöxtur.
Mögulega er það nafnið á þessari stefnu sem hefur farið fyrir brjóstið á samsærisfólki. Stóra endurræsingin. Sérstaklega að hún komi í kjölfar faraldursins. Var faraldurinn kannski manngerður í þeim tilgangi að koma þessari endurræsingu að stað?