fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Gítarleikari Cannibal Corpse getur ekki þeytt flösu lengur – „Þetta er eins og með íþróttamenn“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 13. janúar 2024 18:30

Rob Barrett hætti að þeyta flösu fyrir fjórum eða fimm árum síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rob Barrett, gítarleikari bandarísku dauðarokkssveitarinnar Cannibal Corpse, er hættur að þeyta flösu á tónleikum lengur. Hann segist hafa gengið nærri heilsu sinni með höfuðskaki.

„Þú verður að vita hvað þú getur. Þetta er eins og með íþróttamenn, þú sérð atvinnumenn í íþróttum ekki gera sömu hluti á sextugsaldri og þrítugsaldri. Þú þarft að vera klár og halda þér í góðu formi eins lengi og þú getur,“ segir Barrett í hlaðvarpinu Riffhard.

Eldist hraðar

Barrett er 54 ára gamall og hefur leikið með sveitinni síðan árið 1993 með hléum. Hann lék með hljómsveitinni á tónleikunum í NASA við Austurvöll árið 2007. Þar var heldur betur þeytt flasa.

„Ég hætti að þeyta flösu fyrir fjórum eða fimm árum síðan,“ segir Barrett. „Mér fannst ég vera farinn að ganga nærri heilsunni og eldast hratt með þessu. Ég hugsaði með mér að Tony Iommi (gítarleikari Black Sabbath) gerir þetta ekki. Ef riffin eru nógu góð þá þarf maður ekki að sanna sig með þessu. Fyrir utan það þá eru hinir strákarnir í bandinu að þeyta flösu af miklum móð í kringum mig. Þannig að mér fannst ég ekki þurfa að gera þetta lengur.“

Corpsegrinder þeytir flösu af miklum móð. Mynd/Getty

Söngvarinn George Corpsegrinder er þekktur sem einn mesti flösuþeytarinn í bransanum. Í viðtali við Metal Hammer árið 2012 sagði hann að hinn þykki og mikli svíri hans væri að hluta til vegna flösuþeytinga og að hluta vegna lyftinga.

Eins og eftir bílslys

Barrett segist spila betur nú þegar hann hefur hætt að þeyta flösu. Hann þurfi ekki sífellt að vera að hugsa um að skaka höfðinu fram og aftur. Þetta hafi verið orðið kvíðavaldandi og honum fannst hann orðinn asnalegur í myndbandsupptökum.

„Þetta er eins og að keyra beinskiptan bíl. Maður þarf sífellt að breyta hraðanum með hverju riffi,“ segir hann.

Sjá einnig:

Gítarleikari Cannibal Corpse réðst á lögreglumann með hnífi

Barrett segist hafa slasað sig við iðjuna og lemstrað. Oft hafi hann verið svo slæmur í bakinu að hann hafi talið sig vera tognaðan eða kominn með brjósklos.

Hann segist einnig hafa heyrt hryllingssögur frá kollegum sínum. Sumir hafa leitað til hnykkjara sem hafa haldið að viðkomandi hafi komið vegna bílslyss.

„Það er möguleiki að þú getir ekki lengur gengið út af þessu,“ segir Barrett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur