fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ariana Grande var uppnefnd hjónabandsdjöfull eftir að hún fór að slá sér upp með leikaranum Ethan Slater á síðasta ári. Hún stígur nú fram í viðtali við Vanity Fair þar sem hún sakar slúðurmiðla um að hafa reynt að rústa mannorði hennar allt frá því að hún var táningur.

Ariana Grande var áður gift fasteignasalanum Dalton Gomez. Þau giftu sig árið 2021 en aðeins tveimur árum síðar, í júlí í fyrra, voru þau skilin að borði og sæng. Þau gengu svo frá lögskilnaði í október 2023.

Ethan Slater var sömuleiðis giftur. Hann og kærasta hans til margra ára, Lilly Jay, giftu sig árið 2018 og fæddist þeim sonur í ágúst árið 2022. Slater sótti um skilnað í júlí á síðasta ári, en nokkurn tíma tók að gera upp búið og gekk lögskilnaður loks í gegn fyrir nokkrum vikum síðan.

Slater og Grande léku bæði í söngleikjamyndinni Wicked, en tökur hennar hófust í desember árið 2022, þegar þau voru bæði gift. Í mars 2023 fóru sögusagnir á kreik um að söngkonan og leikarinn væru óvenju náin. Ástarsamband þeirra var svo staðfest í júlí en hafði þá staðið í nokkurn tíma. Sjálf vilja Grande og Slater meina að þau hafi slitið samvistum við fyrri maka sína áður en þau tóku saman, þó svo að ekki hafi formlega verið gengið frá skilnaði að borði og sæng fyrr en síðar. Ekki hafa allir tekið þá skýringu trúanlega og til dæmis greindi fyrrum eiginkona Slater, Lilly Jay, frá því að hafa komið að fjöllum þegar hún frétti af sambandi Slater og Grande og gaf hún óbeint til kynna að söngkonan hafi rænt manninum af henni. Þótti mörgum ljóst að bæði hafi enn verið gift þegar þau byrjuðu saman.

Ariana Grande segir í samtali við Vanity Fair að slúðurmiðlarnir hafi málað upp ósanngjarna mynd af sambandi hennar og Slater, og þá sérstaklega málað Slater upp sem eitthvað skrímsli. Raunin sé þó allt önnur.

„Það er ekki til ónákvæmari lýsing af manneskju heldur en sú sem slúðurmiðlarnir rituðu um hann. Enginn á þessari jörð leggur meira á sig eða tekur jafn mikið á herðar sér til að vera til staðar fyrir fólkið sem hann elskar. Það er enginn í þessum heimi með stærra hjarta og engin sorpmiðill getur endurskrifað þá staðreynd.“

Grande segist allan sinn feril hafa setið undir áreitni slúðurmiðla sem hafi grafið einkalíf hennar sundur og saman. „Í hreinskilni sagt þá hefur það verið hörkuvinna að endast þetta lengi í þessum bransa og að heila samband mitt við frægðina og vinnuna mína því þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára gömul. En veistu, ég er orðin 31 árs og ég er ekki fullkomin en ég er virkilega góðhjörtuð og stolt af konunni sem ég er að verða.“

Staðan sé sú að fólk vill trúa því að hún og Slater hafi verið mökum sínum ótrú og þar með muni fólk trúa því og ekkert sem Grande eða nokkur annar segir geti breytt þeirri afstöðu. Sama hvort um lygi sé að ræða eða ekki.

„Mér finnst ég ekki þurfa að fara í smáatriðin á þessu. Auðvitað er þarna mikil kergja og ólýsanlega lýjandi tilfinningin sem fylgir því að sjá fólk viljandi misskilja fólkið sem þú elskar, þig sjálfa og allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“