fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Guðmundur lögreglumaður leitaði að tveimur drengjum frá gjörólíkum heimilum – „Þeir öfunduðu hvorn annan“

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 11:34

Guðmundur Fylkisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson leitar að týndum börnum á Íslandi. Hann er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins á Brotkast.

Undanfarin tíu ár hefur Guðmundur starfað við að leita að börnum sem hafa ekki skilað sér heim að næturlagi eða stungið af. Oft eru þetta börn sem eru í einhvers konar úrræðum og hefur Guðmundur oft leitað að sömu börnunum.

Hann útskýrir hvernig þetta virkar. „Foreldrar snúa sér til barnaverndaryfirvalda og barnaverndaryfirvöld senda lögreglunni beiðni um að það sé leitað að barninu. Og þá er það mitt hlutverk,“ segir hann.

Á þessum tíu árum hefur hann leitað að tæplega 500 börnum. Hann segir kynjahlutföllin nokkuð jöfn en stelpurnar aðeins fleiri. Beiðnirnar eru þó mikið fleiri en fjöldi einstaklinga. „Rúmlega 2100 beiðnir, það er krakki sem ég hef leitað að 50 sinnum,“ segir hann.

Börn voru að deyja þegar hann byrjaði

Guðmundur hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum um allan heim sem lögreglumaður og með friðargæslunni. Frá 1. nóvember 2014 hefur hann starfað við það að leita að börnum sem hafa strokið að heiman. Hann segir margt hafa breyst á þessum tíu árum.

„Þegar ég byrjaði þá voru krakkar úr þessum hópi að deyja á hverju ári, það var verið að auglýsa eftir þeim í fjölmiðlum til dæmis, og við settum okkur það markmið að reyna að koma í veg fyrir það að þessi börn myndu deyja,“ segir hann og bætir við að þau reyni einnig að forðast að auglýsa eftir barninu í fjölmiðlum til að gæta að málið fylgi þeim ekki til framtíðar.

„Ég fæ um 140-260 beiðnir á ári og þá er ég kannski að auglýsa [í fjölmiðlum] kannski tvisvar, þrisvar á ári. Þá er ég kominn á þann stað að ég hef engan annan kost heldur en að þurfa að auglýsa. Af þessum tæplega fimm hundrað krökkum eru fimm látin, eftir að þau yrðu átján ára. Reyndar var einn sem dó undir átján ára úr ofneyslu fíkniefna. En hann var ekki týndur þegar það gerðist, en hann var úr mínum hópi þannig ég tel það með.“

Aðspurður hvort börnin séu að koma af brotnum eða venjulegum heimilum segir Guðmundur:  „Þetta er blandað.“

Fjölskyldusamvera mikilvæg

Guðmundur ræðir um lífsgæðakapphlaupið í þættinum og segir að honum þyki mikilvægt að annað foreldrið sé eitthvað heima með barninu.

„Þegar maður horfir upp á það að Wolt sé búið að afgreiða hundrað þúsund sendingar frá KFC heim, það er þá eitthvað dýrara en þú færir með fjölskylduna að kaupa eða ferð einn og keyrir þangað. Það er til af peningum og við erum alltaf í einhverju lífsgæðakapphlaupi og þetta hérna [síminn] litar það að ef einhver gerir eitthvað þá þurfum við að gera eins. En við erum svo fljót að vilja koma börnunum í hendurnar á einhverjum öðrum.

Við viljum koma börnunum til dagmömmu, svo í leikskóla, svo í skóla og frístund eftir skóla. Venjulegt fólk er að vinna venjulegan vinnutíma milli átta og fjögur, það er þetta kapphlaup að koma börnunum í skóla, þegar þau koma í skólann þurfa þau að fara í íþróttir og foreldrarnir í ræktina eða rótarí fund eða eitthvað slíkt og svo er verið að berjast við að koma börnunum í svefn. Þessi samverutími er orðinn svo lítill,“ segir hann og bætir við:

„Það er eins og fólk átti sig ekki á því að það fylgir því ákveðin ábyrgð að eignast barn […] Vissulega eru á þessu aðrar hliðar og fullorðið fólk þarf að fá tíma fyrir sig og eiga sýna vini og geta gert ákveðna hluti, en það vantar þetta jafnvægi.“

Öfunduðu hvorn annan

Guðmundur deilir sögu af tveimur drengjum. „Það voru tveir drengir fyrir nokkuð mörgum árum síðan sem ég var að leita að. Annar þeirra kom frá fjölskyldu sem átti ekki mikinn pening. Hinn kom frá fjölskyldu sem átti nóg af peningum. Þeir öfunduðu hvorn annan,“ segir Guðmundur.

„Sá sem ekki átti peninga öfundaði hinn drenginn af því að hann var með nýjasta símann, hann var í skíðaferð og á sólarströnd og jólaferð og alltaf einhverstaðar á ferðalagi, stundum einn. Þessi sem ekki átti peninga var alltaf með fjölskyldunni.

Þessi sem átti nóg af peningum, hann öfundaði hinn af samverutímanum sem hann hafði með fjölskyldunni. Þarna vantar jafnvægið einhvers staðar á milli. Það var verið að senda hann í sumarbúðir og þá var hann ekki með fjölskyldunni. Hinn hafði ekki efni á því að fara í sumarbúðir. Það var verið að senda hann í skíðaferð með einhverjum öðrum, en hann var ekkert með fjölskyldunni. Þarna var þessi togstreita líka […] Jafnvægið, ég get ekki sagt hvað það er en það þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger