fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Berglind hefur barist fyrir syni sínum í mörg ár – „Ég gekk á milli lækna, sálfræðinga, stofnana og neitaði að gefast upp“

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 08:40

Berglind Ýr Baldvinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Ýr Baldvinsdóttir er móðir sem hefur barist lengi við kerfið, fyrir son sinn.

Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Sonur Berglindar sem nú er ellefu ára og hún hefur barist fyrir því að fá rétta greiningu síðan hann var fjögurra ára gamall.

Fyrir um ári síðan fékk Berglind pappíra með greiningu um „sterkan grun á einhverfurófi og þroskafrávik“ frá Greiningamiðstöð. Skemmst er frá því að segja að ekki er til nein greining með þessu heiti og fékk sonur hennar þar af leiðandi enga auka þjónustu.

„Ég gekk á milli lækna, sálfræðinga, stofnana og neitaði að gefast upp þar til Geðheilsuteymi barna tók málið hans og hann er í dag greindur með ódæmigerða einhverfu.“

Berglind segir frá baráttunni, bugun sem fylgir, hvernig hún er hrædd um að unglingsárin verði ef hún haldi ekki rétt á spilunum og margt fleira.

„Ég hef verið í bata frá vímuefnavanda í þrettán ár en það koma ennþá hugmyndir á erfiðum tímum. Mér var sagt upp í áfallameðferð LSH út af álagi á heimilinu og það er ekkert sem grípur mann.“

„Ég er heppin með fólkið mitt, þá sem ég hef en kerfið er ekki tilbúið að koma til móts við börn með fjölþættan vanda og foreldra sem eru búnir á því.“

Þetta er ekki einungis erfitt fyrir þann sem á við vandann að stríða og foreldra heldur tekur þetta mikinn toll af yngri syni Berglindar sem hefur þurft að horfa upp á of margt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk