fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Costco svarar fyrir sig og segja Diddy ekki hafa fengið barnaolíuna hjá þeim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. september 2024 11:29

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs keypti ekki barnaolíu í lítravís hjá Costco eins og lögfræðingur hans hélt fram, eða svo segir talsmaður bandarísku verslunarkeðjunnar.

Diddy gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Rapparinn var handtekinn í New York fyrir rúmlega viku síðan eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir.

Ákæruskjöl saksóknara varpa ljósi á skuggalegt líferni rapparans síðustu ár. Hann er sagður hafa haldið fjölmargar orgíur þar sem vændiskonur, eiturlyf og barnaolía í lítravís komu meðal annars við sögu. Réttara sagt fundust þúsund flöskur af barnaolíu heima hjá honum.

Marc Agnifilo, lögfræðingur Diddy, reyndi að útskýra þetta mikla magn af barnaolíu og sagði rapparann venjulega kaupa vörur í miklu magni og að það væri Costco verslun nálægt öllum heimilum hans.

Baby oil
Það fundust þúsund flöskur af barnaolíu heima hjá Diddy. Mynd/Getty Images

Nú hefur talsmaður verslunarkeðjunnar stigið fram og sagt þetta ósatt.

Í samtali við TMZ sagði hann að engin Costco verslun í Bandaríkjunum selji umrædda barnaolíu frá Johnson‘s, það sé því ekki möguleiki að hann hafi keypt vöruna hjá þeim.

„Hann á stórt hús, hann kaupir í miklu magni. Ég held að það sé Costco verslun nálægt öllum heimilum hans,“ sagði lögfræðingur Diddy við TMZ fyrr í vikunni.

„Hefur þú setið á bílastæði fyrir framan Costco og séð hvað fólk labbar út með?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“