Þriðja þáttaröð hóf göngu sína fyrr í dag með þætti sem var tekinn upp í Barcelona.
Þann 3. október verður Spjallið þriggja ára en vinkonurnar byrjuðu með þættina í áskrift í ágúst í fyrra en einn þáttur í mánuði er opinn öllum.
Ný sería þýðir breytingar en vinkonurnar munu koma til með að kynna nýja liði í hlaðvarpinu. „Við skiptum þættinum upp í vinkonu spjall og mismunandi liði, sem enda oftast í skemmtilegu spjalli,“ segir Lína Birgitta í samtali við DV.
Það er ýmislegt spennandi fram undan en til stendur að halda „live show“ í haust. „Við erum mjög spenntar fyrir því,“ segir hún.
Lína Birgitta, Sólrún og Gurrý fóru til Barcelona á dögunum til að fagna nýju þáttaröðinni og plana næstu skref.
„Og líka að borða góðan mat, kíkja á þakbari og versla,“ segir Lína Birgitta.
Hún nefnir sérstaklega indverska staðinn Rasoi. „Hann er rosalegur, einn sá besti í Barcelona,“ segir hún.
„Við elskum líka COYA. Hann er frekar fínn og er staðsettur á W hotel. Maturinn þar er líka rosalegur!“
Vinkonurnar gistu á hótelinu Iberostar Selection Paseo de Gràcia.
Hægt er að skrá sig í áskrift fyrir þættina hér.