fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Steindór segir einfalda lausn við hvimleiðum vanda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 08:59

Mynd/Pexels/Steindór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson, viðurkenndur markþjálfi, hvetur fólk til að taka meðvitaðar ákvarðanir á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé hægt að stjórna algóritmanum svo að samfélagsmiðlar vinni með okkur en ekki á móti okkur.

Steindór ræðir um málið í pistli á Vísi. Hann segir að það sé mikilvægt að átta sig á því að það sem við skoðum á samfélagsmiðlum getur haft bein áhrif á hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn.

„Ef við neytum stöðugt neikvæðs efnis mun það lita hugarfar okkar, skapa áhyggjur og jafnvel auka á streitu. En ef við fyllum daginn okkar með jákvæðni og innblæstri, þá sjáum við heiminn í bjartara ljósi og höfum meiri orku til að takast á við daglegar áskoranir,“ segir hann.

Svona virkar algóritminn

„Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju sama tegund af efni birtist aftur og aftur, þá er það vegna þess að algóritminn sér til þess að sýna þér það sem þú hefur áður sýnt áhuga,“ segir Steindór og útskýrir hvernig algóritminn virkar:

„Samfélagsmiðlaalgóritmar eru hannaðir til að halda athygli okkar. Þeir fylgjast með öllu sem við „lækum“, horfum á, eða deilum og byggja á því hvað þeir birta okkur næst. Ef við eyðum miklum tíma í að skoða neikvætt efni, fréttir sem valda kvíða eða áhyggjum, munu samfélagsmiðlarnir sýna okkur meira af slíku. En góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á þessu ferli. Við getum meðvitað ákveðið hvað við viljum sjá og hvaða áhrif það hefur á huga okkar.“

Steindór segir að það sé hægt að stjórna því hvað algóritminn sýnir þér og þar af leiðandi stjórna því hvernig þú hugsar. „Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að gefa uppbyggilegu og jákvæðu efni meiri tíma, geturðu breytt því hvað samfélagsmiðlarnir sýna þér,“ segir hann og útlistar þrjú skref til að breyta algóritmanum þínum.

1. Veldu að fylgjast með jákvæðu efni – Gerðu meðvitaða ákvörðun um að fylgja aðgöngum sem veita þér hvatningu, gleði og jákvæða orku.

2. Líttu framhjá neikvæðu efni – Ef þú sérð neikvæðar fréttir eða efni sem dregur þig niður, slepptu því að smella á það og passa að eyða ekki tíma í það.

3. Gefðu jákvæðu efni meiri athygli – Taktu frá tíma daglega til að horfa, lesa eða „lækka“ jákvætt og uppbyggjandi efni. algóritminn mun fljótlega fylgja þessu mynstri og sýna þér meira af því sem þú vilt.“

„Það sem við vökvum, það vex“

Steindór segir algóritma vera ansi líkan hug okkar. „Ef við einbeitum okkur að jákvæðni, uppbyggjandi hugmyndum og hvatningu, þá munum við sjá meira af því – bæði í „feed-inu“ okkar á samfélagsmiðlum og í raunveruleikanum. Það sem við vökvum, það vex – og þetta gildir jafnt um samskipti okkar á netinu og í daglegu lífi. Með því að velja hvað við gefum athygli getum við smám saman breytt því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við mætum honum,“ segir hann.

Steindór hvetur fólk til að taka stjórn á algóritmanum á samfélagsmiðlum eins og það myndi taka stjórn á eigin hugsunum.

„Veldu meðvitað það sem þú vilt sjá og fylltu daginn þinn með jákvæðni og innblæstri. Það er fyrsta skrefið í að breyta samfélagsmiðlareynslu þinni – og jafnframt skrefið í að breyta hvernig þú mætir lífinu.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás