fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 09:25

Myndir/Instagram @gummiemil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, steig fram í gær og viðurkenndi að hann væri maðurinn sem gekk nakinn um Suðurlandsveg á sunnudaginn.

Hann birti færslu á Instagram og sagðist hafa farið á svokallaðan „sveppatúr“ og rankað við sér á Landspítalanum.

„Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í að fara í sveppatúr ásamt tveimur öðrum einstaklingum. Þetta átti að standa frá sirka 8:00 um morgun til klukkan 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri. Það er mjög nauðsynlegt að viðkomandi sem tekst á hendur þessa ferð sé undir eftirliti einhverra sem eru allsgáðir og vel með á nótunum.

Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftir á er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra.“

Nú hefur Gummi Emil tjáð sig nánar um málið og segist taka fulla ábyrgð á atvikinu en að það sé mikilvægt að það sé „fagfólk“ sem leiðir aðra í gegnum sveppatúr, en „ekki einhverjir rugludallar.“

Sjá einnig: Gummi Emil er maðurinn sem gekk um nakinn – Rýfur þögnina og útskýrir málið

Stendur upp sterkari

Gummi Emil birti nýja færslu á Instagram og myndband sem er sett saman af mörgum myndböndum frá vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu.

„Skiptir ekki máli hversu oft lífið ber þig til auðmýktar eða hversu oft við hrösum, það skiptir máli að geta tekið við höggunum og staðið upp sterkari, reynslumeiri. Það tekur hugrekki stundum bara að vera til,“ segir hann.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Hefur prófað sveppi áður

Gummi Emil segir að þetta hafi ekki verið hans fyrsti sveppatúr.

„Ég vil taka það fram að ég hef gert þetta áður, svona sveppatripp (lok 2022), en það var 3-4 mánuðum áður en Víkingar Vakna byrjaði og það var með besta vini mínum sem var mun reynslumeiri en þessir menn sem ég var með seinast. Aðstaðan var betri og ég treysti honum betur en hinum,“ segir hann.

„Svona hlutir geta gerst, það er ekki fyrir alla að taka hero dose af sveppum, en það er fyrir alla að anda að sér súrefninu og fara út í náttúruna.“

Í Story á Instagram svaraði hann skilaboðum frá fylgjenda opinberlega. Fylgjandinn sagði: „En þetta var klárlega á þeim sem var að leiða þetta og svona á alls ekki að gerast þegar maður fer í svona ceramonies. No shame.“

Gummi Emil svaraði: „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla.“

Skjáskot/Instagram

Ætlar að læra af þessu

Gummi Emil ætlar að koma öflugri til baka eftir þessa lærdómsríku upplifun.

„Ég mun læra mikið af þessu og án efa munið þið sjá mig kröftugri aldrei sem fyrr á næstu vikum og mánuðum. Þetta verður okkar sterkasti vetur, við verðum öll hetjur í vetur. Þakka skilninginn og þakka alla ástina sem ég hef fengið. Við erum öll eitt, við erum öll saman í þessu við erum öll tengd,“ segir hann.

Að lokum þakkar Gummi Emil fyrir ástina og stuðninginn.

„Takk fyrir hjartafyllinguna sem þið hafið gefið mér í dag. Pössum uppá hvort annað, verum góð við náungann, gefum af okkur þótt ekki nema bara bros. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Fanneyjar Dóru og Arons kominn í heiminn

Sonur Fanneyjar Dóru og Arons kominn í heiminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás