Barnabarn hermanns sem var staðsettur á Íslandi á árum Kóreustríðsins birtir fleiri myndir úr fórum afa síns. Myndirnar voru teknar víða í Reykjavík og á Reykjanesi.
Hermaðurinn var staðsettur á Íslandi í upphafi sjötta áratugarins, það er á árum Kóreustríðsins 1950 til 1953. Hafði hann með Kodachrome vél og tók á hana myndir hér á landi.
Hermaðurinn fyrrverandi lést í sumar, 93 ára að aldri, en hann bjó í Queens hverfinu í New York og starfaði sem grafískur hönnuður eftir hermennskuna. Sonur hans fann myndirnar sem voru á skyggnumynda (slæds) formi í kassa.
Barnabarn hermannsins birti nokkrar myndir í septemberbyrjun og voru þær meðal annars birtar hér á DV. Barnabarnið segir í færslu á samfélagsmiðlum að viðtökurnar hafi verið svo góðar að hann hafi ákveðið að birta fleiri.