fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Sara Davíðs blæs á mýtu um þyngdartap – Gerðu þetta í staðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 12:07

Sara Davíðsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir birtir reglulega alls konar fróðleik um heilsu og hreyfingu á samfélagsmiðlum.

Í nýlegri færslu á Instagram fer hún yfir það sem þú „þarft ekki að gera“ og það sem þú „þarft að gera“ til að léttast og blæs í leiðinni á mýtur um þyngdartap, eins og að það þurfi að forðast kolvetni eða fara á djúskúr til að léttast.

Við gefum Söru orðið.

„Hlutir sem þú þarft ekki til að missa kíló:

  • Að telja macros/vigta allan mat
  • Forðast kolvetni
  • Fara á djúskúr
  • Auka brennslu æfingar
  • Brennslutöflur
  • Fasta í x tíma á dag
  • Gefast upp þegar eitthvað verður erfitt eða þér líður eins og þú sért búin/n að klúðra

Það sem þú þarft:

  • Markviss hreyfing (í meira en 2-3 vikur)
  • Styrktarþjálfun (að minnsta kosti tvisvar í viku)
  • Betri svefn
  • Meira prótein í fæðuna þína
  • Rétt (jákvætt) hugarfar
  • Fleiri skref í daginn þinn
  • Að innbyrða færri hitaeiningar en þú eyðir
  • Að halda alltaf áfram, líka þegar hlutirnir verða erfiðir og átta þig á því að leiðin að árangri er ekki bein lína heldur full af alls konar brekkum, hæðum og lægðum.“

Sara minnir fólk á að það séu rétt tæpir fjórir mánuðir eftir af árinu. „Það er hægt að gera sturlaða hluti á þeim tíma með réttu hugarfari, forgangsröðun, skipulagi og með því að hafa skýra sýn á hvað það er sem þú vilt áorka,“ segir hún og bætir við:

„Framtíðar þú (til dæmis þann 1. janúar 2025) mun þakka þér fyrir þær ákvarðanir sem þú velur að taka Í DAG.“

Komdu þér í gírinn

Ef þig vantar hvatningu til að koma þér af stað þá fór Sara yfir sex hluti sem koma henni í gírinn fyrir æfingar hér að neðan.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Davíðsdóttir (@saradavidsd)

Þjálfarinn tók einnig saman sjö ráð fyrir þau sem vilja ná árangri í haust.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Davíðsdóttir (@saradavidsd)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl