fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 18:54

Bella Eir og vinkona hennar safna inn stigum með tannbursta til sönnunar. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugadraumurinn fer nú fram meðal nemenda á Framhaldsskólanum á Laugum. Um er að ræða keppni sem hefur verið haldin árlega í mörg ár. 

„Keppnin hefur alltaf staðið í tíu daga á einni önn, en í ár var fyrirkomulaginu breytt og stendur keppnin í eina viku á báðum önnum og verða stigin lögð saman í lok vorannar. Bikar er í verðlaun fyrir sigurliðið og liðið ræður hvað hann gerir við hann,“ segir Bella Eir Thorbergsdóttir 18 ára nemandi við skólann.

„Laugadraumurinn virkar þannig að skemmtistjórn Framhaldsskólans á Laugum býr til áskoranir fyrir nemendur sem þeir geta framkvæmt til að safna stigum  fyrir sitt lið, liðin eru vistaskipt. Álfasteinn og miðhæð Tröllasteins erum saman í liði, efsti og neðsti Tröllasteinn saman og svo Fjall og utanvist. Ég er sjálf í liði Fjalls og utanvistar og erum við strax komin með þó nokkur stig, keppnin byrjar vel og eru allar vistirnar byrjaðar að raða inn stigum. Á hverri mynd eða myndbandi þarf að vera hlutur sem sannar að þetta sé ekki gömul mynd, í ár er hluturinn tannbursti,“ segir Bella Eir.

Mynd: Aðsend

Keppnin hófst í dag, mánudaginn 23. september og endar á miðnætti sunnudaginn 29. September. Mismunandi er hversu mörg stig fást fyrir hverja áskorun, því erfiðari, því fleiri stig. Fyrir að kyssa skallann á einhverjum fást 30 stig og fyrir að fá að vinna einhvers staðar í einn dag þar sem nemandi hefur ekki unnið áður fást 100 stig.

„Að vera á Laugum er upplifun sem allir ættu að fá að upplifa, það eru bara 82 nemendur á heimavist hérna á þessari önn, þannig allir þekkjast sem er mjög næs. Við erum bara eins og ein stór fjölskylda. Við erum dugleg að safna okkur í bíla og fara til Akureyrar eða Húsavíkur að versla eða borða. Það eru íþróttir niðri í íþróttahúsi eftir skóla alla virka dögum og er oftast góð mæting. Nemendafélag framhaldsskólans er dugleg að halda viðburði eins og íþróttakeppnir, bíókvöld og sundlaugarpartý.

Skólinn byrjar klukkan 9:15 alla daga og er búinn 15:30 alla daga nema á föstudögum er hann búinn 14:30. Kennararnir og starfsfólkið er mjög næs og alltaf til í að hjálpa með nám og drama ef það kemur upp. Ég mæli mjög mikið með Framhaldsskólanum á Laugum, þetta er upplifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás