fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Kristbjörg: „Getið þið trúað því að ég er jafn þung á báðum myndum?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 11:04

Mynd/Instagram @krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir hvetur fólk til að hætta að hugsa um töluna á vigtinni.

Hún birti tvær myndir af sér hlið við hlið á Instagram og skrifaði með: „Getið þið trúað því að ég er jafn þung á báðum myndum?“

Kristbjörg segir að henni þyki mikilvægt að taka það fram að hún hafi verið á allt öðruvísi stað í lífinu þegar þessar myndir voru teknar.

„Á vinstri myndinni var ég að jafna mig eftir fæðingu, myndin var tekin um sjö mánuðum eftir að ég átti þriðja son minn. Myndin til hægri var tekin í apríl 2024. Ég var 65 kíló á báðum myndunum.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér fyrir neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Kristbjörg segir að hún hafi einu sinni verið mjög viðkvæm varðandi þyngd sína. „Sérstaklega þegar ég var að keppa í fitness, en sem betur fer komst ég yfir hræðsluna við töluna á vigtinni,“ segir hún.

„Ég heyri fólk, sérstaklega konur, oft tala um að léttast í stað þess að einblína að verða „sterkari.“ Sumarið er búið og allir eru að byrja aftur í rútínu og leita að næsta tilefni eða ástæðu til að léttast. Þannig, ég vildi minna ykkur á að vera ekki heltekin af tölunni á vigtinni.“

Kristbjörg segir að vissulega geti vigtin stundum hjálpað fólki að fylgjast með árangri en oft ekki.

„Það sem ég meina er að það er ekki alltaf neikvætt að þyngjast,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl