fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Gummi Emil er maðurinn sem gekk um nakinn – Rýfur þögnina og útskýrir málið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 10:28

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Emil Jóhannsson varar fólk við að fara í svokallaða sveppatúra, en hann segir að hann hafi farið í slíkan í gær með þeim afleiðingum að hann hafi vaknað á Landspítalanum eftir að lögreglan sótti hann nakinn á Suðurlandsveg.

Í gær var greint frá því að lögreglan hafi handsamað nakinn karlmann sem gekk eftir Suðurlandsvegi í gær, nálægt afleggjaranum inn í Heiðmörk.

Guðmundur Emil segist vera maðurinn og útskýrir málið frekar í yfirlýsingu á Instagram, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Ég undirritaður sé mér þess kost vænstan að upplýsa almenning um gjörning þann er ég varð fyrir í gær sunnudaginn 22 september.

Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í fara í sveppatúr ásamt tveimur öðrum einstaklingum. Þetta átti að standa frá sirka 8:00 um morgumn til klukkan 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri. Það er mjög nauðsynlegt að viðkomandi sem tekst á hendur þessa ferð sé undir eftirliti einhverra sem eru alsgáðir og vel með á nótunum.

Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landsspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftir á er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra.

Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.

Elsku landsmenn það er auðvitað langbest að anda djúpt að sér góða loftinu hérna hjá okkur á Íslandi og láta þar við sitja.

Með ást og þakklæti

Gummi Emil

Þakka skilning ykkar“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni