fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Gígja opnar sig um hryllinginn – „Þau notuðu trúarlegt ofbeldi og kirkjuna til að hóta okkur og skikka til“

Fókus
Mánudaginn 23. september 2024 08:27

Gígja Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gígja Skúladóttir er fertug móðir, dóttir og eineggja tvíburi úr Reykjavík. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Gígja og Brynja, tvíburasysturnar, voru uppátækjasamar og létu hafa fyrir sér. Þegar þær voru sjö ára skildu foreldrar þeirra og Gígja varð meira hjá föður sínum. „Það var oft mikið að vera með okkur báðar og ég varð meiri pabbastelpa,“ segir hún.

Missti bróður sinn

Þegar Gígja var ellefu ára lést eldri bróðir þeirra eftir að hafa lent undir rútu og verið á spítala í níu mánuði.

„Þetta var rosalega erfitt og það kunni enginn að takast á við þetta. Þarna sá ég pabba minn hverfa inn í sig og við systur fórum að sýna áhættuhegðun, stela og svona til að fá athygli.“

Á ákveðnum tímapunkti komu vímuefni til sögunnar, þær fóru að fikta.

„Við vorum sendar á unglingaheimili, fyrst Brynja og svo ég.“

Aðspurð hvers vegna Brynja var send á undan segir Gígja: „Ég var líklega aðeins lúmskari með þetta en það komst upp og var send á eftir henni.“

Hryllingur á Laugalandi

Það voru hjón sem sáu um heimilið. Gígja segir að maðurinn, Ingjaldur, hafi ráðið og beitt miklu ofbeldi, andlegu og líkamlegu. Hún segir að hann hafi brotið stelpurnar markvisst niður, kallað þær druslur, stjórnað klæðnaði, samskiptum þeirra á milli og milli stelpna og forráðamanna.

„Við sem vorum á Laugalandi máttum ekki verða nánar vinkonur, hann passaði upp á það og kom upp á milli með samskiptabanni eða búa til leiðindi. Við máttum ekki mála okkur, þau notuðu trúarlegt ofbeldi og kirkjuna til að hóta okkur og skikka til,“ segir Gígja.

Þegar stelpurnar fengu vikulega símtalið til foreldra sína segir hún að það hafi verið hlustað á samtalið til þess að passa upp á hvað færi fram.

Gígja segir það hafa verið mikinn styrk að hafa systur sína með sér því þær stóðu alltaf saman. Þær voru á þessu heimili, í þessum ömurlegu aðstæðum í tvö ár.

„Við systur fórum í fóstur til yndislegra hjóna sem voru í kirkjunni. Brynja systir féll eftir einhvern tíma og var send til baka. Ég átti að fara til baka líka en ég hringdi í Braga Guðbrandsson og færði rök fyrir því að systur ættu ekki að vera saman,“ segir hún.

Sjá einnig: Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ásakanir um ofbeldi

Gígja ásamt fleiri konum steig fram árið 2021 í viðtali við Stundina og lýsti upplifun sinni af Laugalandi. Viðtalið var hluti af stærri umfjöllun þar sem birtust ásakanir á hendur Ingjaldi Arnþórssyni, fyrrverandi forstöðumanni Varpholts, sem síðar varð Laugaland. Ingjaldur var forstöðumaður heimilisins á tímabilinu 1997 til 2007. Þess má geta að vel hefur verið látið af starfsemi Laugalands seinni árin.

Konurnar sögðu frá meintri illri meðferð á Laugalandi, er þær voru vistaðar þar á unglingsaldri. Þær sögðu að stúlkur hafi þar verið kerfisbundið brotnar niður og lagðar í einelti, beittar andlegu og stundum líkamlegur ofbeldi. Ingjaldur var sagður hafa verið mislyndur og óútreiknanlegur í framkomu.

Kom brotin út úr kerfinu

Gígja, eins og allar stelpurnar, kom mjög brotin út úr kerfinu. Flestar enduðu í ofbeldissamböndum og fengu þær aldrei aðstoð við að vinna úr því ofbeldi sem kerfið olli.

Árið 2021 steig Gígja fram ásamt systur sinni til þess að vekja athygli á þessu máli og afleiðingunum sem það hafði.

„Ásmundur, ráðherra, bað sérstaklega um að fá þetta mál til sín og setja af stað rannsókn. Hann braut persónuverndarlög með því að hundsa fyrirmæli þeirra við framkvæmd rannsóknarinnar,“ segir hún.

Við, sem rannsóknin fjallaði um, vildum viðurkenningu á því sem við þurftum að þola og að einhver tæki ábyrgð. Okkur fannst mikilvægt að komið væri fram við okkur af virðingu og við fengjum sálræna aðstoð en enn þann dag í dag hefur enginn tekið ábyrgð og enginn boðið þessum konum aðstoð eða skaðabætur.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl